
Frá þrítugt upp í fimmtugt förum við að sjá öldrunareinkennin læðast að okkur hægt og rólega. En sagt er að kollagen framleiðslan i húðinni okkar hægist um 1% á ári eftir 20 ára aldur. Öldrunareinkenni eins og fínar línur, skortur á þéttleika, litabreytingar myndast. Kollagen og elastin framleiðslan hægir á sér. Einnig hægir á endurnýjun húðfrumana og fer þá yfirborð húðarinnar einnig að breytast.
Upp úr fimmtugt eru öldrunareinkenni í húðinni orðin meira sýnilegri og framleiðsla á kollagen próteini og elastini orðin hægari en áður.

Númer 1,2 og 3 til að fyrirbyggja ótímabærra öldrun eins lengi og hægt er sólrvörn. Það finnst ekki betri vörn fyrir húðina okkar.
Annað er umhirða húðarinnar, hvernig þú hreinsar hana, nærir hana og lífstíll skiptir einnig miklu máli. Stress, áfengi, sígrettur, mengun og fleira hefur gífurleg áhrif ásamt öðrum umhverfisáhrifum.
Með aldrinum minnkar rakinn í húðinni og húðin getur orðið þurr. Það er mikilvægt að nota nærandi vörur sem veita húðinni þinni góða næringu og raka. Góður raki í húðinni gerir hana þéttari og fyllri.
Veldu þér andlitshreinsa sem eru nærandi fyrir húðina. Olíuhreinsir og salvar eru afar nærandi og hreinsa burt sólarvarnir og farða á mjög áhrifaríkan hátt. Í seinni hreinsun eða morgunhreinsun er mjólkurhreinsir góður kostur til að viðhalda rakanum í húðinni.
AHA sýrur hjálpa til við endurnýjun húðfruma en með aldrinum hægist á því ferli. Veljið ykkur milda og góða sýru til að nota reglulega en þær hjálpa til með að viðhalda fallegri áferð á húðinni og halda í sinn náttúrulega ljóma.
Glycolic Sýra kemst dýpra í húðina en aðrar sýrur og örvar kollagen framleiðslu í húðinni.
Ef þið eruð með viðkvæma húð og viljið sama árangur, veljið PHA sýrur.
Gefið húðinni góðan raka með góðum rakakremum og rakagjöfum eins og Hyaluronic Acid. Raksprey og rakavötn geta gert mikið fyrir húðina okkar með því að auka rakann í húðinni. Við fáum aldrei nóg af raka.
Retinoid vörur eru einu vörur sem geta bæði dregið úr öldrunareinkennum og fyrirbyggt fyrir frekari skemmdum í húðinni. Þær hraða enn frekar fyrir endurnýjun húðfruma, vinna afar djúpt í húðinni. Húðin verður þéttari og með reglulegri notkun geta fínar línur orðið grinnri.
Eyðið meiri tíma í að velja gott serum frekar en rakakrem. Serum innihalda formúlur sem hafa frekari virkni en rakakremin. Serumin komast einna dýpra í húðína og geta þar af leiðandi unnið betur að húðvandamálunum sem þú vilt vinna að. Ávinningurinn er því betri og meiri.
Serum og olíur sem innihalda góð andoxunarefni eru afar mikilvæg þar sem þau sjá til þess að vernda húðina gegn skemmdum sem koma frá umhverfinu. Mörg andoxunarefni eins og Vítamín C vinnur einnig vel að litablettum í húðinni en með aldrinum er hætta að húðin fái litabreytingar. Þó húðin sé að þroskast þá er auðvitað alltaf hægt að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Það er aldrei of seint a byrja.
Til eru einnig olíur sem ætlað er sérstaklega fyrir þroskaða húð. Margar þeirra vinna að því að endurheimta tapaðann ljóma í húðina, birta yfirborð hennar og veita næringu og raka.
Ef þið eigið fleiri en eitt serum (sem ég mæli með) blandið þeim saman, fáið sem mest út úr vörunum ykkar.
Þó svo ég nefndi hér að ofan að eyða meiri tíma í að velja serum frekar en rakakrem þá eru rakakremin afar mikilvægt. Þaðan fáið þið rakann í húðina, kremið læsir inni því sem sett var á undann og veitir vörn á húðina. Að nota rakakrem sem inniheldur virkni er góður plús.
Dæmi um vörur
CHANEL l’huile Anti-Pollution Cleansing Oil // Fæst hjá Hagkaup og Lyf&Heilsu
Lancôme Visionnaire Skin Solutions 0.2% Retinol // Fæst hjá Hagkaup og Lyf&Heilsu
Pestle & Mortar Pure Hyaluronic Serum // Fæst hjá Nola
Pestle & Mortar Superstar Retinoid Night Oil // Fæst hjá Nola
Pestle & Mortar Exfoliate Toner // Fæst hjá Nola
Clinique Fresh Pressed Clinical Daily Boost With Vitamin C 10% // Fæst hjá Beautybox
Estée Lauder Advanced Night Repair // Fæst hjá Beautybox
