DIOR CAPTURE TOTALE – SUPER POTENT SERUM

** Vöruna fékk höfundur að gjöf

Ó það er svo gaman að nota svona fallegar húðvörur. Dior hefur lengi vel verið í miklu uppáhaldi. Ég notaði mikið af Dior húðvörum fyrir mörgum áru en ég vann sjálf með merkið fyrir nokkrum árum.
Þegar Dior varð ekki lengur fáanlegt hérna á Íslandi þá ósjálfrátt hætti ég alveg að nota vörurnar. Hraðinn í þessum bransa er svo mikill að maður er allaf að reyna að prófa fleiri merki og fleiri vörur (verandi manneskja eins og ég sem vil prófa ALLT)
Ég var svo spennt þegar ég frétti að Dior væri aftur á leiðinni til landsins og með svo ótal margar vörur sem ég hafði ekki prófað áður.

Ég fékk serumið sem mig hafði lengi langað í að gjöf og má segja að ég hafi iðað af spenningi.
Dior Capture Totale Super Potent Serum er mjög áhrifaríkt og fallegt serum. Sagt er að þú sjáir og finnir mun strax eftir fyrstu vikuna og er ég ekki frá því að sé satt. Mér fannst ég sjá árangur strax eftir fyrstu skiptin og þá sérstaklega þegar ég notaði serumið undir farða. Það er FULLKOMIÐ undir farða ! !

Húðin verður mun þéttari og sterkari einhvern veginn en hún verður líka svo fallega ljómandi.
Serumið inniheldur 91% af náttúrulegum innihaldsefnum en eitt af því er longoza, fræga Capture Totale innihaldsefnið úr Dior garðinum. Serumið inniheldur einnig háþróaðar hýalúrón sýrur sem ná afar djúpt í húðina og veita fullkominn raka og næringu.

Mér fannst ekkert smá gaman að eignast aftur Dior húðvörurnar, þær minna mig svo á góða tíma. Serumið er klárlega komið til að vera hjá mér og ég mun 100% halda áfram að nota það, sérstaklega ef ég veit af stórum viðburð framundan (sem er væntanlega ekki á næstunni thanks to Covid) en þá mun ég koma til í að grípa í serumið nokkrum vikum fyrr – svo gott er það!

Þetta er vonandi bara byrjunin hjá mér að fjalla um Dior, væri gaman að kynnast vörunum aftur upp á nýtt.

Dagana 29.okt-1.nóvember eru Dior dagar í Lyf og Heilsu Kringlu
Sérfræðingur Dior verður á staðnum og veitir ráðgjöf