Sýru Maskar

Hluti af vörunum fékk höfundur að gjöf **

Mér finnst fátt betra en að eiga góða kvöldstund til að geta dekrað vel við húðina mína. Ég set alltaf á mig maska í hverri viku, reyni vera ofurdugleg að notast við rakamaska yfir nóttina en af og til vil ég eitthvað meira. Ég er ekki mikið hrifin af hreinsandi möskum (ég á þó nokkra sem eru í miklu uppáhaldi) en þar sem ég er að nota differin þá nota ég ekki eins mikið sýrur vikulega og ég gerði svo þess vegna reyni ég að vera dugleg að nota sýru maska. Ég nta þá circa einu sinni í viku eða tveggja vikna.
Ég á nokkra sem eru í miklu uppáhaldi og aðra sem ég hef nýlega verið að prófa svo mér finnst ég ekki enn geta sagt mína reynslu frá þeim.
Mig langaði að deila með ykkur þeim möskum sem ég nota oftast.

The Ordinary AHA 30% + BHA 2%
Þessi maski er blanda af AHA og BHA sýrum. Hann er afar sterkur og áhrifaríkur. Ég viðurkenni að ég var fyrst mjög smeyk að nota hann fyrst þegar ég prufaði fyrir nokkrum árum. Hann veitir húiðnni góða djúphreinsun og hreinsar burt dauðar húðfrumur bæði á yfirborði húðarinnar og í dýpri lögum. Veitir húðinni góðan ljóma, minnkar ásýnd húðhola og jafnar áferð húðarinnar.
Mælt er með að nota hann aðeins 1x í viku. Ef þú ert að byrja að nota sýrur er mælt með að nota hann eingöngu í nokkrar mínútur fyrst og byggja þig upp. Hann má vera á húðinni í allt að 10 mínútur. Ekki lengur.
Held þetta sé minn mest notaði sýrumaski.
Fæst hjá Maí Verslun

Neostrata Glycolic Microdermabrasion Polish **
Ég hef aðeins byrjað að prufa mig áfram með þennan maska. Neostrata vörurnar eru þróaðar af húðlæknum og framleiddar eftir ströngustu gæðakröfum. Andlitssýrurnar þeirra eru afar háþróaðar.
Glycolic Microdermabrasion er léttur andlitsskrúbbur sem veitir góða djúphreinsun á húðina án þess að vera ertandi. Inniheldur 10% AHA sýru sem fjarlægir burt dauðar húðfrumur af yfirborð húðarinnar og önnur óhreindini úr húðholum.
Það má nota maskann 2-3x í viku á hreina húð. Það þarf að nudda honum létt í hringlaga hreyfingum í rúmlega 30.sekúndur, hann er svo látinn liggja á húðinni í 2 mínútur áður en hann er hreinsaður af.
Húðin ín verður alltaf svo mjúk eftir notkun á þessum maska og það sem ég elska er að hann tekur enga stund.
Fæst hjá Lyfju

Allies Of Skin Bright Future Sleeping Facial
Þetta merki og þessi vara. Ég hef talað um Allies of Skin áður og þeirra vörur. Vörumerkið stendur fyrir að velja aðeins þau bestu og áhrifamestu innihaldsefni í vörurnar sínar svo við sem neytandinn fáum þá virkni sem við leytum eftir.
Þessi maski hefur verið mikið notaður síðan ég keypti mér hann fyrst.
Maskin er ekki eingöngu sýrumaski en hann er afar rakagefandi líka með góða andoxunareiginleika. Hann flýtur fyrir endurnýjun húðarinnar og birtir einnig litarhaft húðarinnar.
Bright Future Sleeping Facial inniheldur 8% AHA + BHA sýrur, enzým og önnur andoxunarefni. DRegur afar vel úr bólumyndun, minnkar ásýnd húðhola og veitir fallegan ljóma. Fyrir sem bestann árangur notið 2-3 kvöld í röð.
Fæst hjá Nola

Nip+Fab Salicylic FixClay Mask **
Leirmaski sem inniheldur BHA sýru sem nær að hreinsa vel burt dauðar húðfrumur í dýpri lögum. Ég grýp mikið í þennan þegar ég fæ meiri vandamál í húðina en mer finnst hann hreinsa afar vel. Hann jafnar einnig olíumyndunina í húðinni, minnkar ásýnd húðhola og birtir yfirborð húðarinnar.
Hentar vel fyrir húð með bólur og olíumikla húð.
Fæst hjá Beautybox

Skyn Iceland Fresh Start Mask **
Ég prufaði þennan í fyrsta skipti fyrir ekki svo löngu. Ég skil ekkert í mér að hafa ekki prófað hann áður
Hann er æðislegur!
Í pakkanum eru 6x skammtar. Þetta eru tvö bréf, það fyrsta er leirmaski sem þú setur á andlitið. Sá næsti inniheldur AHA sýrur og saman búa þeir til afar góða virkni og áhrifaríkahreinsun á húðina. Þennan nota ég meira spari. Ef húðinni minni vantar mjög gott pick me up þá er þetta maskinn sem ég myndi velja.
Fæst hjá Nola