Augnkrem – Mín mest notuðu

Ég spjallaði um í síðustu viku um mín mest notuðu augnkrem. Ég fékk svo mikil viðbrögð við því spjalli að ég ákvað að skella því í stutt blogg líka.
Ég hef notað augnkrem síðan ég var bara unglingur. Byrjaði á léttu augnkremi sem veitti mér raka á unglingsárunum og eftir því sem ég varð eldri þá bætti ég við meir og meiri virkni í augnkremin mín.
Í dag get ég ekki verið án þess að nota augnkrem, mörgum finnst þetta peningaeyðsla og segja augnkrem séu ekki nauðsynleg. Mitt álit er það að augnkrem er kannski ekki nauðsynlegt fyrr en þú ert kominn um 25 ara aldur eða eldri en að fá aukinn raka á augnsvæðið hefur aldrei gert neitt slæmt.

Clinique – Moisture Surge Eye 96- Hour Hydro Filler Concentrate
Held þetta sé mitt mest notaða augnkrem.
Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef notað margar flöskur af því! Alltaf jafn rakagefandi og frískandi á augnsvæðin. Mér finnst best að nota það á daginn þar sem það frískar svo vel upp augnsvæðið mitt.
Fæst hjá Beautybox

Shiseido – Ultimune Eye Power Infusing Eye Concentrate
Ultimune línan er dásamleg. Augnkremið er afar nærandi fyrir viðkvæma augnsvæðið okkar. Það gefur svo góðan raka og þéttleika. Það birtir einnig vel til undir augnsvæðinu með reglulegri notkun. Frábært að nota dag og kvöld. Ég hef vanið mig á að nota það á kvöldin en það er alls ekki verra á daginn er flott undir farða.
Fæst hjá Hagkaup og Lyf og Heilsu

Pestle & Mortar – Recover The Ultimate Eye Cream
Uppáhalds augnkremið mitt í dag. Ég elska allt við það. Áferðin er frekar kremkennd en það gefur augnsvæðinu mínu mjög mikla næringu og raka. Mér finnst ég alltaf svo fersk þegar ég hef notað það.
Ein pumpa er meira en nóg, ég nota yfirleitt aðeins minna en hálfa pumpu svo augnkremið er líka að fara að endast þér lengi vel.
Fæst hjá Nola

Sunday Riley – Auto Correct Brightening and Depuffing Eye Contour Cream
Ég hafði heyrt gott af þessu augnkremi svo ég ákvað að prófa ekki fyrir svo löngu. Það hefur þann eiginleika að birta upp augnsvæðið með reglulegri notkun og ég verð að segja að ég hef aldrei verið eins björt og “vakandi” undir augunum eftir að ég byrjaði að nota þetta rakakrem. Mér finnst það skorta smá raka en ég notað það á kvöldin og nota rakameiri augnkrem á daginn svo ég bæti það upp þannig.
Fæst hjá Cult Beauty