Jólin Með L’occitane – Verbena Mandarin

** Vörunar fékk höfundur að gjöf

Mér finnst svo ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Það er ekki nema nokkrar vikur í jól !
L’occitane hefur alltaf haft svo fallega gjafakassa og vörur sem eru fullkomnar í jólapakkann.
Ég var svo heppin að fá snefil af jólunum snemma þetta árið þegar L’occitane færði mér jóladagatalið þeirra (má finna hér) en einnig færðu þau mér nýju Verbena Mandarin jólalínuna þeirra.

L’occitane sótti innblástur sinn frá línunni í veturinn í Provence héraðinu. Þar finnur maður víst glitrandi viðarlykt af arineldi á köldum dögum. Þau segja að lyktin sé lík og þegar maður hendir sítrusverki í viltann eldinn.
Línan er öll björt og falleg, skreytt grænum, rauðum og appeslínu gulum litum sem eiga bæði í takt við mandarínuna og jólin.

Á veturna í Provence héraðinu finnur maður glitrandi viðarlyktina af arineldinum: líkt og þegar maður hendir sítrusberkinum í snarkandi arininn.

Verbena Mandarin Eau De Toilette
Ferskur en viðarkenndur ilmur. Hann einkennist einmitt af sítrusávöxtum, mandarínum og viðarkenndum tónum. Finnst frábært að nota hann strax eftir sturtu, veitir mér svo ferskan blæ.

Verbena Mandarin Body Cream
Afar skemmtilegt og froðukennt líkamskrem sem breytist í næringaríkt krem þegar það er borið á húðina. Lyktin er eins og af öðrum vörum línunnar, afar fersk. Líkamskremið er einnig afar nærandi á húðinni.

Verbena Mandarin Shower Foam
Froðukrennd surtusápa sem nærir húðina afar vel meðan hún hreinsar. Frískandi ilmur af mandarínum og verbena laufum. Elska áferðina á sturtusápunni.

Verbena Mandarin Hand Cream 
Handáburðarnir frá L’occitane eru alltaf dásamlegir. Þessi er líkt og hinar vörurnar smá froðukenndur en afar nærandi á hendurnar. Ég hef notað minn upp til agna enda bráð nauðsynlegur á tímum sem þessum.

Takk fyrir mig L’occitane