Pestle & Mortar Glow Drops

** Vöruna fékk höfundur að gjöf.

Ég get lofað ykkur því að þetta er ekki í síðasta skipti sem ég mun skrifa um Pestle & Mortar. Ég hef einnig úbúið Instagram Story sem fer að birta fljótlega um allar vörurnar í merkinu.
Þið getið lesið nánar um nokkrar vörur frá merkinu hér en annars mæli ég með að fylgjast með á Instagram hjá mér þegar ég tek betri umfjöllun.

Þið getið ímyndað ykkur spennuna þegar ég sá að Pestle & Mortar var að gefa út nýja vöru sem reyndist vera brúnkudropar. Brúnku fíkillinn ég sjálf var svo spennt að prófa og sjá hvort hún stæðist undir væntingum líkt og hinar vörurnar frá merkinu.

Droparnir eru afar ríkir af hýalúrón sýru svo þeir veita húðinni ekki bara fallega brúnku heldur góðan raka. Litnum er hægt að stjórna eftir hve marga dropa þú notar. Sagt er að 4x dropar sé sirka “medium litur” ég er vön að vera með brúnku í andlitinu og mér finnst 5-6x dropar fullkomið fyrir mig. Liturinn er alltaf ótrúlega fallegur. Ég á margar andlitsbrúnkur og allar eru þær ólíkar. Þessir brúnkudropar gera húðina mína bæði sólkyssta og fríska líka. Líkt og ég hafi skroppið til Tenerife í viku. (Sem væri ekki verra heldur, en þangað til duga droparnir vel!!)

Brúnkudroparnir eru lausir við alkahól, litarefni og ilmefni.
Ég nota þá alltaf út í rakakremið mitt sem síðasta skrefið í húðrútínunni minni. Ég kýs að nota þá á kvöldin fyrir svefnin því þá fær andlitið meiri frið og liturinn verður alveg jafn og fallegur þegar ég vakna.
Fyrir ykkur sem eru óvön að nota brúnku í andlitið eru droparnir æði því þú getur stjórnað magninu auðveldlega og þar af leiðandi stjórnað litnum. 2-3x dropar fyrst og aukið daginn eftir ef þér finnst það ekki nóg.

Glow Drops stóðust allar væntingar og ég gæti ekki verið hrifnari. Ég hef notað þá nanast annan hvern dag til að halda mér við síðan ég fékk þá.
Þeir eru svo afar þæginlegir í notkun og eru orðnir mikilvægur hlutur af minni rútínu á þessu þungu og dimmu dögum undanfarið.