
Færslan er skrifað í samstarfi við NeoStrata
NeoStrata hafði samband við mig fyrir mánuði til einum og hálfum. Mér finnst alltaf gaman þegar fyrirtæki hafa samband við mig með vörumerki sem ég þekki lítið og hef ekki prufað enþá.
Það var tilfellið með NeoStrata, ég þekkti það mjög lítið en varð strax afar spennt fyrir merkinu. Vörurnar eru þróðar af húðlæknum og ávallt framleiddar eftir ströngustu gæðakröfum. Þær eru allar án lit- og ilmefna og eru einnig ofnæmisprófaðar.

NeoStrata hefur mikið verið notað af húðsjúkdómalæknim fyrir sterkari og stærri meðferðir með góðum árangri. Vörurnar eru einnig fáanlegar í sölu í apótekum. Þær vörur eru hinsvegar ekki eins sterkar en nógu áhrifaríkar fyrir okkur hin sem viljum góðan ávinning og mikla virkni.
Ég þori ekki að staðfesta eða alhæfa en miðað við lestur minn þá lýtur út fyrir að stofnendur NeoStrata stofnuðu vörumerkið þegar þeir uppgötvuðu AHA sýrurnar og ávinning þeirra en sýrurnar má finna í mörgum vörum hjá NeoStrata.
Línurnar frá merkinu er fjölmargar svo allir geta fundið vörulínu og örur sem hæfa þeirra húðgerð og húðvandamáli.

Skin Active er ákveðin lína sem NeoStrata stendur fyrir en vörurnar vinna allar gegn ótímabærri öldrun húðarinnar, þurrki og skemmdum.
vörur eiga það allar sameiginlegt að jafna yfirborð húðarinnar, litarhaft henntar og gera hana heilbrigðaro.
Ég er búin að vera að prófa nokkrar vörur úr Skin Active línunni í meira en mánuð , þær komu mér afar mikið á óvart og ég er mjög hrifin.

DERMAL REPLENISHMENT
Þetta dásamlega krem varð ég mjög hrifin af mjög hratt. Það vinnur afar vel a því að vernda varnarvegg húðarinnar og styrkja hann enn frekar. Formúlan fær einnig kollagen próteinin til að vinna hraðar og stuðlar þannig að þéttari húð. Það vinnur afar vel með að lagfæra skemmdir sem hafa orðið á húðinni vegna umhverfisáhrifa. Áferðin er frekar þykk en persónulega fannst mér hún ekki of þykk fyrir mína blönduðu húð. Ég var smá smeyk að kremið gætið stíflað húðina mína en svo varð ekki. Kremið hentar einnig afar vel fyrir þurra húðgerð. Ég nota þetta krem á kvöldin en húðin verður alltaf svo silkimjúk strax eftir ásetningu.

MATRIX SUPPORT SPF30
Einstaklega gott dagkrem sem inniheldur SPF30 vörn. Kremið inniheldur breiðvirka vörn sem verndar húðina gegn UVA og UVB geislum sólarinnar. Það inniheldur einnig peptíð sem ýtir undir kollagen framleiðslu. Dagkremið inniheldur einni 0.1% Retinol sem vinnur vel að þéttleika húðarinnar. Mér líkar afar vel við kremið og elska að skella því á mig þegar ég er á hraðferð og skjótast út. Ég veit ég fæ góða næringu, raka og góða vörn. Fullkomin blanda.

TRIPLE FIRMING NECK CREAM
Það er svo afar mikilvægt að huga að hálsinum og bringunni líka. Þetta eru svæði sem eldast eins og andlitið okkar. Ég sé gjarnan einstaklinga með fallega húð en bera öll öldrunareinkenni á hálsi og bringu.
Það er mun auðveldara fyrir okkur að byrja fyrr að huga að húðinni gegn ótímabærri öldrun heldur en að lagfæra hana, ég er 32 ára svo mér finnst þetta fínn tími til að byrja að fyrirbyggja fyrir frekari öldrunareinkenni á öðrum svæðum.
Triple Firming Neck Cream er bundið þeim eiginleikum að þétta og auka teygjanleika húðarinnar á hálsi og bringu. Húðliturinn verður jafnari og húðin þéttari með reglulegri notkun. Þar sem ég er ekki komin á þann tíma að öldrunareinkenni eru farin að myndast á þessum svæðum, þá ég erfitt með að segja til um þá virkni. Hinsvegar hef ég klárað túpuna, borið það á mig kvölds og morgna og veit fyrir víst að það hjálpar húðinni minni gegn ótímabærri öldrun. Ég vil orðið ekki vera án þessara vöru þar sem ég veit að þetta er einnig afar mikilvægt.

SERUM TRI-THERAPY LIFTING SERUM
Eftir aðeins nokkrar vikur af noktun á þessu serumi varð ég mjög hrifin. Þetta serum er komið til að vera hjá mér.
Serumið er að þétta húðina en ég fann fyrir miklum mun hvað það varðar eftir aðeins 2 vikur. Það inniheldur Hýalúrón sýru svo það gefur húðinni einnig mikinn og góðan raka. Með reglulegri notkun er serumið að jafna húðlitinn, mýkja húðina og gera hana heilbrigðari. Mér finnst æði að para þessu saman við Dermal Replenishment kreminu á kvöldin. Serumið hefur tæmst ansi hratt hjá mér en fór einnig að dreyfa því vel á bringu og háls áður en ég setti Triple Firming Neck Cream yfir.
Skin Active línan er afar áhrifarík þegar kemur að vernda húðina gegn ótímabærri öldrun.
Gæti ekki mælt meira með !
Fyrir hverja:
– 30 ára +
– Allar húðgerðir
– Fyrir húð sem vill góða verndun gegn ótímabærri öldrun.
– Húð vill meiri þéttleika, teygjanleika og mýkt.
