
** Vöruna fékk höfundur að gjöf
Ég hef verið afar hrifin af Pure Shots línunni, hún hefur hentað mér mjög vel, bæði Fine Lines serumið og Night Reboot eru í miklu uppáhaldi.
En þar sem ég er alltaf svo hrifin af vörum sem innihalda Vítamín C og hafa þann eiginleika að jafna húðlitinn í húðinni þá langaði mig að prófa Light Up Serumið
Ég gaf mér langan tím að prófa Light Up serumið. Serumið notaði ég á daginn og líkt og með hinar vörurnar úr línunni líkaði mér afar vel.
Light Up er létt serum sem hefur þann eiginleika að jafna húðlitinn og gera hann bjartari og líflegri.
Serumið vinnur einnig mjög vel á dökkum blettum eða roða í húðinni.
Light Up inniheldur Vítamín C en að er vinsælasta andoxunarefnið í dag. Vítamín C er notað í snyrtivörur sem gott andoxunarefni og hefur það líka mjög góða virkni gegn því að birta upp í húðinni og jafna húðlitinn hennar.
Marsmallow Flower gefur húðinni mikinn rakagjafa og góð andoxunarefni. Það róar einnig húððina, dregur úr pirringi og roða.
Þar sem serumið er afar ríkt af andoxunarefnum þá verndar það húðina vel fyrir öllum sindurefnum umhverfisins. Það fyllir húðina af raka svo hún verðu ekki bara björt og falleg heldur einnig þétt.

Samantekt:
– Gefur raka
– Birtir húðlitinn og jafnar hann
– Góð andoxunarefni og verndar vel gegn sindurefnum
Fyrir hverja:
– 25+
– Þau sem eru með líflausa húð og vantar gott “Pick me up”
– Sem vilja minnka dökka bletti eða roða í húðinni
