Minn jólalitur

** Færslan er unnin í samstarfi við Nailberry

Ég er ekki enn búin að finna jóladressið mitt en ég hef hinsvegar fundið jólalitinn á neglurnar!
Þegar ég sá þennan lit fyrst á Instagram þá vissi ég að ég varð að eignast hann. Hann er svo fullkominn á litinn, með fullkomið “shimmer” án þess að vera of mikið.
Jólalegur en alls ekki bara jóla.

GLAMAZON er fullkominn grænn litur með shimmer áferð. Liturinn lítur út fyrir að hafa hálfgerða metalic áferð sem gerir hann að því sem hann er.
Hann hefur verið mikið notaður hjá mér og finnst mér hann fullkominnn til að poppa upp heildarlúkkið á móti svörtum fatnaði.

Ég hef skrifað nánar um Nailberry lökkin hér en Nailberry er þau bestu naglalökk sem ég hef prófað. Bæði eru þau eiturefnalaus og hleypa í gegn raka og súrefni þá eru þau líka afar litsterk og endast vel.

Nailberry er ekki bara með falleg naglalökk heldur allskonar aukahluti sem eru nauðsynlegir til að ná fram fallegum og heilbrigðum nöglum.
Ég reyni að nota naglabandakrem eða olíu á hverjum degi. Vel snyrt naglabönd styrkja neglurnar enn frekar og liturinn helst einnig betur á með vel snyrtum naglaböndum. Á veturnar verður hendurnar mínar og naglaböndin sérstaklega afar þurr og ég þarf að hafa mikið fyrir því að halda þeim fallegum.

Conditioning Cuticle Cream
Ég er á minni annarri krukku af þessu naglabandakremi en það gefur naglaböndunum mikinn raka, andoxunarefni og er afar ríkt af olíum (Marula og Jojoba) ásamt Shea butter. Ég finn gríðarlega mikinn mun ef ég sleppi úr degi að bera á mig. Krukkan endist einnig afar vel því little goes a long way hérna.

Little Treasure Nourishing Cuticle Oil.
Nailberry mælir með að nota naglabandakremið á daginn og olíuna á kvöldin. Ég hef einmitt verið að gera það þar sem á erfitt að vera öll út í olíu á fingrunum á daginn með Mikael og aðra vinnu.
Olían hins vegar er afar létt og mjög nærandi. Ég er mjög hrifin af þessarri olíu.

Dry and Dash Lacquer Drying Drops.
Þetta er mín uppáhalds vara frá Nailberry núna.
Ég hef prufað allskonar vörur sem láta lakkið þorna hraðar. Sprey, olíur, yfirlakk, hvað eina. Jú þær hafa virkað en þær hafa aldrei virkað eins og þessir dropar.
Þessa dropa setur þú ofan á naglalakkið eftir lökkun. Ég bjóst við að lakkið væri fljótt að þorna en ekki svona fljótt. Það var nánast þornað áður en ég gat klárað að setja dropa yfir hina hendina ! Þetta er það besta sem ég hef prófað. Mjöööög mikilvæg vara fyrir manneskju eins og mig sem má aldrei vera að því að bíða eftir að lakkið þorni !

Miracle Corrector Pen
Ég hélt í fyrstu að þetta væri penni fyrir naglaböndin en þetta er í raun miklu betra.
Þessi penni er leiðréttingarpenni. Ég er mjööög smámunarsöm þegar ég naglalakka mig og eg þoli ekki þegar eitthvað fer út fyrir eða neglurnar eru bara ekki eins og þær eiga að vera.
Hann hjálpar til með að ýta niður naglaböndunum á öðrum endanum. Á hinum endanum er svampur sem inniheldur naglalakka eyðir sem hjálpar til með að hreinsa burt naglalakk sem má fjarlægja. Asinton laust og er ríkt af olíum sem nærir neglurnar í kring. Enginn þurkur, bara aðeins góð næring.

Nailberry færð þú meðal annars hjá:

Hagkaup Smáralind
Hagkaup Garðabæ
Hagkaup Kringlu
Beautybox.is