Fallegt í jólapakkann

Þegar ég hélt að L’occitane gæti ekki toppað sig þá fékk ég að kynnast heimilislínunni frá merkinu.

Þetta blogg mun ekki snúast um snyrtivörur á neinn hátt en samt vörur sem allir fagurkerar elska og vilja eiga.
Mig langaði svo að deila með ykkur þessari heimilislínu þar sem ég veit að það eru margir enn að finna jólagjafir fyrir sínu nánustu en jólagjafirnar frá L’occitane hafa alltaf slegið svo vel í gegn. Einnig veit ég að það eru margir fagurkerar sem lesa bloggið og línan er svo ótrúlega falleg og hefur svo margt dásamlegt að geyma til að fegra heimilið.

Í heimilislínunni er að finna meðal annars handsápur, koddasprey, kerti og hýbílisilm.
Mér fannst afar skemmtilegt að sjá að þú verlsar þann ilm sem þér lýst best á fyrir þinn hýbílisilm alveg sér.
Glasið undir ilminn og ilmtangirnar er svo keypt sér. (sjá hér)
Næst getur þú verslað nýjar stangir og annan ilm og þannig nýtt glasið aftur.
Ilmirnir eru sterkir (en alls ekki það sterkir að þeir kæfa heimilið)
Minn uppáhalds er sá græni “Harmony” – hann er svo ferskur en samt róandi. Mér finnst fátt betra en að kveikja á góðu kerti og hafa góðann ilm á heimilinu og spreyja svo ilmspreyi um allt hús. Finnst líklegt að margir tengi vel við þá tilfinningu.

Svo eru vörurnar svo hreinar og fallegar líka að þær passa hvar sem er.
Þið getið skoðað heimilisvörurnar hér

Þetta eru vörur sem ég mun koma til með að nýta vel í gjafir til mína nánustu.