
Ég hef verið að prófa mig áfram með fleiri vörur frá Neostrata en þær halda áfram að koma mér á óvart.
Ekki fyrir svo löngu kom nýr maski frá merkinu á markaðinn en það er Exfoliating Mask úr Clarify línunni.
Clarify línan er hugsuð fyrir olíumikla húð og húð sem hefur bólur og önnur sambærileg vandamál.
Línan er rík af Glycolic sýru sem jafnar yfirborð húðarinnar og hreinsar burt dauðar húðfrumur en hún er einnig rík af Mandelic sýru sem jafnar olíuframleiðsluna í húðinni og kemur á hana góðu jafnvægi.
Þeirra vinsæla innihaldsefni NeoGlucosamine sem tekið er af PHA sýrum er einnig að finna í línunni en Neostrata er afar stollt af því innihaldsefni og notar það í margar vörur. Það hefur þann eiginleika að hreinsa dauðar húðfrumur og birta húðáferðina á húðinni. Húðin verður heilbrigðari og bjartari með reglulegri notkun varanna.
Clarify línan getur hjálpað húðinni að draga úr bólum, stíflum og minnkað glans sem of mikil olíuframleiðsla getur orsakað. Hún getur einnig jafnað roða í húðinni sem myndast hefur eftir bólur.

Ég fékk að prófa Exfoliating Maskann nýja og ég var afar spennt.
Ég hef sagt það áður að ég er alltaf mjög skeptískt að nota vörur sem eiga að vinna vel á bólum (mér finnst mörg vörumerki hafa gefið út of stór loforð sem þau hafa ekki getið staðið við, ég er ekki að tala um Neostrata hér)
Ég hef fundið eina vöru sem vinnur afar vel og var því spennt að bera hana saman við þessa.
Exfoliating maskinn hefur í raun alla þá eiginleika sem ég taldi hér að ofan sem línan hefur. Hann er hannaður til að minnka ásýnd húðhola og jafna yfirborð húðarinnar og auka heilbrigða ljóma hennar.
Formúlan inniheldur áhrifaríka formúlu sem vinnur á roða/flekkjum eftir bólur eða öðrum litabreytingum í húð.
Varan inniheldur 8% NeoGlucosamine og með reglulegri notkun getur maskinn gert húðina mýkri, bjartari, heilbrigðari og búið til gott jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar.
Bólur draga sig saman á heilbrigðari hátt og bólgur eru einnig fljótari að hjaðna.
Ég get svo sannarlega sagt að mér fannst maskinn vissulega hjálpa til að minnka ásýnd húðhola hjá mér strax eftir fyrstu notkun. Ég var “heppin” að geta verið með bólur þegar ég prófaði hann fyrst og fannst mér hann draga talsvert úr bólgunum sem ég hafði á húðinni.
Hann kom mér mjög á óvart. Ég var búin að ímynda mér hann allt öðruvísi
Hann er afar þæginlegur á húðinni, alls ekki þurrkandi og ég er nokkuð viss að hann geti hentað viðkvæmri húð.
Maskann á að nota yfir nótt og hreinsa burt morgunin eftir og má nota hann á hverju kvöldi.
Ég mæli svo sannarlega með að gefa honum séns ef þú ert með olíumikla húð og/eða með bólur.
Neostrata finnur þú í öllum helstu apótekum og H Verslun.
