
Ég fékk nokkrar beiðnir um að gera loka blogg fyrir árið þar sem ég tæki saman mín mest notuðu vörur á árinu. Ég ætlaði að vera löngu búin að þessu en sökum anna hef ég ekki komist í það. Mér finnst sjálf mjög gaman að lesa svona blogg í lok hvers árs.
Þetta blogg verður þó með lengri kantinum þar sem ég ákvað að sameina bæði makeup og ilmvötn saman en tek húðvörurnar sér, þið þekkið mig. Það þarfnast sér færslu!

- CHARLOTTE TILBURY – CONTOUR WAND
Held mér sé óhætt að segja að þetta sé mín uppáhalds og fallgasta skyggingarvara. Þetta er ekki sólarpúður heldur notað til að skyggja frekar andlitið.
Mér finnst þetta mjög auðvelt í notkun, liturinn er frekar dökkur, en þó þunnur og auðvelt er að blanda ef maður setur ekki of mikið í einu. Frábær vara til að prófa sig áfram með í skyggingar.
Fæst hjá Cult Beauty - SHISEIDO SYNCHRO SKIN SELF-REFRESHING FOUNDATION
Ég beið lengi eftir þessum farða! Ég fékk forskot á sæluna og fékk prufu af honum nokkrum mánuðum áður en hann kom til landsins. Ég held ég hafi sjaldan beðið eins spennt eftir einum farða. Hann hefur Active Force tækni. Hann aðlagast sig að öllum húðgerðum. Hvort sem þú ert þurr eða olíumikil þá jafnar hann olíumyndunina í húðina eða gefur raka gegn þurrki. Hann hefur staðist allar prófanir hvað varðar hita, raka, olíu og hreyfingu.
Miðlungsþekja, ekki glansandi en ekki alveg mattur heldur.
Fæst hjá Beautybox - Vieve Modern Matte Lipstick. “Ninetease”
Ég hef horft lengi á Jamie Genevieve á Youtube, mér finnst hún svo svöl týpa. Hún gaf út sína fyrstu snyrtivörulínu sem ber nafnið Vieve. Ég var spenntust fyrir varalitunum hennar og áður en ég veit af er ég komin með nokkra liti. Þeir eru mattir, kremaður og einstaklega næringaríkir þrátt fyrir að vera mattir. Haldast vel og þurrka ekki. Litirnir eru allir “nude”
Fæst hjá Cult Beauty - CHARLOTTE TILBURY – HOLLYWOOD FLAWLESS FILTEREin mín mest notaða ljóma vara. Ég byrja nánast alltaf á þessu skrefi, Ég set á mig primer og Hollywood Flawless Filter á þau svæði sem ég vil gefa ljóma. Einstaklega auðveld í notkun og ljóminn fær að skína svo vel í gegnum farðann.
Fæst hjá Cult Beauty - YSL TOUCH ÉCLAT CONCEALER & ALL HOURS CONCEALER.
Ég leitaði mér að nýjum hyljara undir augun á þessu ári. Mér finnst hyljarinn sem ég var vön að nota of þungur fyrir mig. Terma Snyrtivöruheildsala leyfði mér að prufa þetta combo. Þeir eru báðir létti en þekja vel. Touch Éclat er meira bleiktóna og er fullkominn að hylja bauga meðan ég nota All Hours til að lýsa frekar upp augnsvæðið.
Fæst hjá Hagkaup. - NARS LIQUID BLUSH “ORGASM”
Ég hef gripið í þennann kinnalit mest á árinu. Ég elska kremkinnaliti og held ég hafi lítið notað púður kinnaliti á þessu ári.
Formúlan er vel þunnfljótandi, hægt er að nota hana með fingurnar en mér finnst best að dýfa örlítið í bursta og dúmpa á huðina. Formúlan blandast svo fallega inn í húðina.
Fæst hjá Cult Beauty - CHARLOTTE TILBURY – AIRBRUSH BRONZER
Ég elska Charlotte Tilbury förðunarvörurnar en ég var lengi buin að horfa á þennan bronzer áður en ég ákvað að prófa hann. Ég sé sko ekki eftir því. Liturinn er fullkominn, hann er mattur ( sem ég elska )
Mjög auðveldur í notkun og fullkominn á þeim dögum sem maður vill ekki vera með of mikið. Ég nota hann nánast alltaf og nota þá annann yfir ef ég vil meiri sanseringu
Fæst hjá Cult Beauty - URBAN DECAY EYESHADOW “NAKED”
Þessi augnskuggi hefur verið notaður hjá mér nánast í hvert skipti sem ég mála mig. Hann er kaldur og býr til hina fullkomnu náttúrulegu skyggingu í augun fyrir fólk með hooded eyes eins og mig sjálfa. Það sést í raun ekkert að ég sé með augnskugga þegar ég nota hann en hann opnar og rammar inn augun mín fullkomlega. Ég held því miður að hann sé hættur en ef þið vitið af honum hér heima í verslunum þá meigði láta mig vita

- VALENTINO VOCE VIVA
Ég fékk pínu nostalgíukast þegar ég prufaði hann fyrst. Ég sá fyrir mér mjög gamlann en kvennlegan ilm um leið og ég prófaði hann fyrst. Hann er afar kvennlegur en býr yfir miklum styrk finnst mér. Meikar það sense?
Alls ekki of intense.
Fæst hjá Hagkaup - YSL LIBRE
Ó þessi ilmur !! Ég ELSKA hann !
Hef verið að nota hann spari því ég tími ekki að klára hann, hversu mikil klikkun ! Þetta er fullkominn haust ilmur. Blanda af Lavenver, tonka og við.
Hann er frekar þungur en hann verður afsakaplega mildur á húðinni. Mjög dularfullur og sexý.
Fæst hjá Hagkaup - RIDDLE “SANTAL”
Ef þú þekkir ekki RIDDLE ilmina þá þarftu að kynna þér þá á nýju ári.
Fullkomnir fyrir ykkur sem eigið erfitt með að ganga með ilmvötn. Þetta eru ilmolíur í roll-on formi. Glasið mun endast þér mjög lengi því maður þarf alls ekki mikið. Til eru nokkrir ólíkir ilmir af RIDDLE en allir eru þeir guðdómlegir. Ég hef fjárfest í líkamsolíunni og líkamssprey-inu líka bara til að geta baðað mig enn frekar upp í þessum ilmi. Minn uppáhalds er SANTAL, frekar í þyngri kanntinum (þið þekki þetta)
Eru líka í fullkomnri stærð, auðvelt að stinga þeim í veskið eða vasann til að hafa með sér út í daginn.
Riddle finnið þið hér. - ANDREA MAACK “SMART”
Þennan ilm fékk ég að gjöf og vissu ekki við hverju ég átti að búast. Hann er unisex en mjög kynþokkafullur og leyndardómsfullur. Ég hef notað hann mjög mikið síðan ég fékk hann fyrst og mun koma til með að næla mér í annan þegar ég hef klárað hann. Því lengur sem hann er á húðinni því betri. !
Andrea hefur verið mjög dugleg að framleiða dásamlega ilmi en ég fékk svo skemmtilegt tækifæri að prófa þá alla ekki fyrir svo löngu og eru margir sem heilla líka. Þið getið skoðað ilmina hennar á heimasíðu hennar hér.
