
Síðasta blogg var ekkert mjög erfitt fyrir mig. Í þó fáu skipti sem ég málaði mig þá notaði ég nær eingöngu þær vörur sem ég nefndi í blogginu. Þau skipti sem ég málaði voru ekkert sérstaklega mörg. Covid og fæðingarorlof kallar á kósýgallann og ég nenni lítið að vera með mikla málingu á mér hér heima.
Hinsvegar var þetta blogg muuuuun erfiðara. Ég hef verið svo heppin að fá að kynnast svo ótal mörgum vörum og vörumerkjum á þessu ári. Fleiri en mig gæti nokkurn tímann grunað. Ég hef fengið að prófa svo mikið af geggjuðum vörum sem ég gæti ekki ímyndað mér að sleppa í dag.
Þetta þurfti efni í sér færslu þar sem vörurnar eru margar en ég þurfti að sleppa ansi mörgum frábærum vörum sem ég mig langaði að segja frá líka.

- MAC CLEANSE OFF OIL
Kynntist þessum olíuhreinsi í haust. Hann er fullkominn!
Léttur, hreinsar ótrúlega vel, skilur ekki eftir sig fitugar rákir og er mjög nærandi. Hentar öllum húðgerðum.
Fæst hjá Mac í Smáralind og Kringlu - PESTLE & MORTAR PURE HYALURONIC SERUM
Þegar maður hefur prófað góða Hyaluronic sýru er efitt að vilja eitthvað annað. Þetta serum er svo frábært. Inniheldur ólíkar stærðir af Hyaluronic sýru sem nær misdjúpt í húðina. Fyllir húðina af góðum raka og viðheldur honum einnig afar vel.
Fæst hjá Nola - DIOR CAPTURE TOTALE SERUM
Þetta serum er next level! Húðin verður svo fallega þétt og sterk en líka ljómandi. Serumið inniheldur háþróaðar hýalúrón sýrur sem ná afar djúpt í húðina og veita fullkominn raka og næringu.
Það er fullkomið undir farða.
Fæst í Hagkaup. - CLARINS TOTAL EYE LIFT
Augnkremið mitt er að verða hálf tómlegt. Hef mikið notað þetta en ég hef verið afar hrifin af húðvörunum frá Clarins.
Formúlan er létt og góð á húðinni. Það dregur vel úr hrukkumyndun á augnsvæðinu, þrota og dökkum baugum. Hentar vel fyrir viðkvæm augu og linsu notendur.
Fæst hjá Hagkaup - BIOTHERM LIFE PLANKTON ELIXIR CLEAR ESSENCE
Ein vara sem ég fékk tækifæri til að prófa sem ég get ekki verið án.
Biotherm kemur mér sífellt á óvart en ég er afar hrifin af Life Plankton vörunum. Þetta rakavatn er stútfullt af raka og fylir húðina af þéttleika og mýkt samstundis.
Fæst hjá Hagkaup - YSL PURE SHOTS PERFECT PLUMPER FACE CREAM
Held að Pure Shots línan hafi ekki farið fram hjá neinum þetta árið.
Þessi lína er í miklu uppáhaldi hjá mér og langaði mig að nefna nokkur serum úr línunni líka sem hafa verið mikði notuð. Kremið notaði fljótlega eftir varan kom út og aftur núna í lok árs.
Gefur húðinni mjög fallegan ljóma, hjálpar húðinni að viðhalda kollagen sínu og verndar gegn frekari skemmdum sökum ótímabærra öldrunar.
Mjög rakagefandi, róandi og nærandi.
Fæst hjá Hagkaup - CLARINS HYDRA-ESSENTIEL SILKY CREAM
Ég hef nefnt þetta krem nokkrum sinnum og mælt afar mikið með því fyrir þurra húð sérstaklega í kringum vetrartímann.
Þetta krem er “Must Have” vara hjá mér á hverjum vetri. Kremið er mjög rakagefandi og með reglulegri notkun verður maður fyllri af raka og mýkt. Kremið sér líka til um það að viðhalda rakanum í húðinni og að minni sögn gerir það einmitt það og gerir það afskaplega vel.
Fæst hjá Hagkaup - L’OCCITANE IMMORTELLE DIVINE YOUTH OIL
Andlitsolía sem nærir og mýkir húðina. Immortelle línan er bundin þeim eiginleikum að vinna á jafn áhrifaríkann hátt og Retinol. Mér hefur fundist línan frábær og stendur olían helst upp úr. Hún er mjög létt, stíflar ekki (amk ekki mig) og gefur húðinni minni hámarks næringu. Mér finnst finnst best að nota hana undir rakakremið og þá sérstaklega Immortelle rakakremið.
Olíuna fáið þið hjá L’occitane - MÁDARA CLEANSING MILK.
Þessi dásamlega mjólk er ég svo hrifin af. Það er ekki langt síðan ég fékk að prófa mig áfram með Mádara vörurnar. Ég varð mjög hrifin snemma og á mér nokkrar uppáhalds vörur strax frá merkinu og meðal annars þessa hreinsimjólk.
Hún er svo létt á húðinni, vel hreinsandi og húðin mín verður alltaf svo dásamlega mjúk þegar ég nota hana. Ég eiginlega hafði ekki áttað mig á því fyrr en eftir nokkrar vikur að ég var nánast búin að grípa í þessa mjólk á hverju kvöldi í nokkrar vikur. Það er mikið sagt hjá mér.
Fæst hjá Beautybox.is - LANCOME TONIQUE CONFORT
Ég hef ekki tölu hvað ég hef átt marga brúsa af þessu né hvað ég hef mælt oft með þessum tóner við aðra. Hann er fullkominn. Þegar ég komst að því að gamli tónerinn minn var að fara illa með húðina mína gerði ég dauðaleit af góðum tóner. Þetta var sá fyrsti sem ég prófaði og ég er enn að nota hann 4 árum seinna.
Hann er mjög rakagefandi, strípar húðina ekki af raka. Hentar vel fyrir allar húðgerðir.
Fæst hjá Hagkaup - PESTLE AND MORTAR NMF LACTIC TONER
Ég hef alltaf elskað Lactic Sýru en þegar eg kynntist þessari þá vil ég varla neina aðra. Þetta er fullkominn ljómi í brusa. Mjög rakagefandi á húðinni, hreinsar dauðar huðfrumur, jafnar yfirborð og gefur húðinni svo fallegan ljóma.
Það má segja að Pestle & Mortar hafi verið vörumerkið sem ég fé ll fyrir þetta árið.
Fæst hjá Nola - ALLIES OF SKIN PROMISE KEEPER BLEMISH SLEEPING FACIAL
Bólubani ! Fullkominn, næringaríkur, verndar huðina og dregur hana ekki af raka.
Varan inniheldur sýrur, niacinamide, rosehip olíu so hún nærir ótrúlega vel meðan hún tekur á dauðum húðfrumum og umfram olíuframleiðslu. Hann er afar áhrifaríkur og tók ég eftir mun strax á fyrsta kvöldi.
Fæst hjá Nola - SUMMER FRIDAYS CC ME SERUM
Ég notaði þetta serum nánast í allt sumer. Vítamín C Serum. Stútfullt af andoxunarefnum, olíu og öðrum nærandi innihaldsefnum.
Serumið er mjög létt á húðinni og þrátt fyrir að það sé hálf olíukennt kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að setja farða ofan á.
Vítamín C er algjört “must have” vara hjá öllum og sérstaklega þeim sem vilja vernda húðina enn frekar gegn ótímabærri öldrun.
Fæst hjá Cult Beauty
Annars langaði mig að þakka fyrir lesturinn á blogginu yfir árið og áhorfið á Instagram. Gaman að vita af föstum lesendum sem deila sama áhugamáli og ég sjálf.
Ég get ekki beðið eftir að sjá hvaða vörur og tækifæri 2021 hefur að bjóða okkur.
