Af hverju ætti ég að nota C-Vítamín?

Ég vildi óska þess að ég hefi verið duglegri að nota C-vítamín þegar ég var yngri.
Þetta öfluga andoxunarefni er með því besta sem hægt er að nota á húðina okkar.

C-vítamín er andoxunarefni. Umhverfið getur haft gríðarleg áhrif á húðina okkar, mengun, rok, sígrettureykur ofl. Þessi áhrif skemma húðina okkar og flýta fyrir öldrunareinkennum. Fær húðin ekki þann skammt af andoxunarefnum verður húðin fyrir þessum skemmdum hraðar og hraðar. Að nota andoxunarefni í húðvörum virkar eins og múrsteinn fyrir þessum skaðlegum umhverfisáhrifum.
Andoxunarefni vernda hinsvegar húðina. Þau styrkja hana og lagfæra þær skemmdir sem nú þegar hafa orðið á húðinni.
Sum andoxunarefni eins og Vítamín C geta einnig aukið kollagen framleiðslu húðarinnar, styrkt teygjanleika hennar og þéttleika.

Kröftugt C-vítamín er því algjör lykill í hverri húðrútínu.
C-vítamín er ekki eingöngu að styrkja teygjanleika húðarinnar heldur er það bundið svo fjölmörgum frábærum eiginleikum.

C-vítamín er mjög áhrifaríkt að draga úr litabreytingum í húð. Brúnir, öldrunarblettir, sólarskemmdir og jafnvel roði sem myndast hafa eftir bólur. Allt eru þetta litabreytingar sem C-vítamín getur jafnað vel út.
Það getur jafnað út fínar línur og unnið vel á hrukkumyndin. Þar sem C-vítamínið hraðar á framleiðslu kollagens er það mjög góð viðbót í húðrútínuna þína ef þú hefur áhyggjur að öldrun húðarinnar.
Því fyrr sem þú notar C-vítamín því betra !!
Notaðu C-vítamínið frekar á daginn þar sem þú vilt að húðin sé vel vernduð gegn öllu áreiti (líkt og þú notar sólarvörnina á daginn frekar en á kvöldin)

C-vítamín vinnur ótrúlega vel með öllum andoxunarefnum. Eða í rauninni vinna bara öll andoxunarefni vel saman.
Til eru serum, vítamín bústerar, andlitshreinsar, andlitssprey og hvað eina sem innihalda C-vítamín svo það geta allir fundið sér einhverja vörur fyrir sitt hæfi.

Mig langaði að deila með ykkur mínum uppáhalds C-vítamín vörum. Vörum sem þá fást hér heima.

CLINIQUE – FRESH PRESSED DAILY BOOSTER WITH PURE VITAMIN C10%
Þetta er kraftmesta C-Vítamín vara sem ég hef notað !
Túpan er vikuskammtur sem þú notar kvölds og morgna. Eingöngu í 7 daga, ekki lengur.
Allar leiðbeiningar fylgja vörunni svo það er auðvelt að finna út úr hvernig eigi að nota hana. Mikilvægt er að nota hana rétt til að fá allann ávinning úr vörunni.
Ég tók eftir mjög miklum mun á húðinni minni en ég fékk mikla sólabletti á minni meðgöngu og var þetta varan sem snéri húðinni minni við ! Ég á alltaf til búster sem ég gríp reglulega í.
Fæst í Hagkaup og Beautybox (selt með Retinol booster)

LANCOME – VISIONNAIRE SKIN SOLUTION VITAMIN C SERUM 15%
Þessi vara er engu síðri kraftmikil. Hinsvegar má nota hana á hverjum degi.
Varan kemur í lítilli flösku með dropateljara. Hrista þarf flöskuna til að blanda saman innihaldsefnunum.
Notið C-Vítamínið á hreina húð áður en kremið er sett á. Varan er alveg þunn fljótandi og fer hratt í húðina en gott er að bíða í smá stund áður en kremið er sett yfir.
Ég hef verið að nota þessa vöru í mjög góðann tíma núna og finn mikinn mun á húðinni minni.
Mæli með fyrir alla sem vilja áhrifaríka leið og kjósa nota C-vítamínið á hverjum degi.
(Formúlan er afar sterk, fyrir viðkvæma húð gæti hún verið ofsterk, veljið þá mildari C-vítamín)
Fæst í Hagkaup

PESTLE & MORTAR VITAMIN C 2PHASE SERUM
Vítamín C í serum formi er líka dásamlegt. Ég nota þessa vöru þá á undan kreminu mínu en hún er þó ekki eins fljótandi og varan hér á undan frá Lancome.
Þetta dásamlega Vítamín C serum er mjög áhrifaríkt líka en afar nærandi um leið.
Varan er tvífasa en öðru meginn inniheldur hún 3x form af C-Vítamíni (allt að 16%) Hinum meginn er að finna serum í olíuformi sem nærir húðina og veitir henni raka.
Með reglulegri notkun á hverjum degi vinna báðar formúlurnar að bjartari húð, þéttari og mýkri.
Ég gjörsamlega elska þetta serum og nota það ávallt reglulega.
Fæst hjá Nola