
SLS eða Sodium Lauryl Sulfate er innihaldsefni sem finnst gjarnan í tannkremum, handsápu, sjampó og andlitshreinsum. Það finnst í fjölmörgum hreinsivörum sem freyða en þetta innihaldsefni er gjarnan bætt við vörurnar svo þær geti haft freyðandi áhrif.
Þetta innihaldsefni er ekki bara freyðandi heldur getur það haft mjög þurrkandi áhrif á húðina.
Freyðandi andlitshreinsar eru gjarnan notaðir í vörum fyrir olíumikla húð eða húð með bólur. Þessu innihaldsefni er þá bætt við svo varan freyði en með reglulegri notkun er hreinsirinn að þurrka upp umfram olíuna. Einstaklingurinn notar hreinsirinn áfram og sér góðann árangur fyrstu skiptin. Heldur því áfram að nota hann reglulegula, einu sinni tvisar á dag. Húðin verður olíumeiri og meira glansandi með tímanum og jafnvel þrálátar bólur byrja að myndast.
Húðin getur líka orðið grá, líflaus, fínar línur orðið meira áberandi. Þetta er dæmi um að hreinsirinn sé að þurrka húðina of mikið. Hann er hættur að draga í sig umfram olíuna af húðinni og er farin að ræna hana af rakanum sem húðin þarfnast.
Húðin fer þá að búa til gervi raka og getur olíumikil húð þá virkað olíumeiri. Þetta býr oft til mikinn vítahring.
Margir sem eiga við slík húðvandamál að stríða átta sig ekki á að þetta gæti verið hreinsinum að kenna.
Ef þú tengir við þessi húðvandamál þá mæli ég með að skoða hvort hreinsirinn þinn innihald Sodium Lauryl Sulfate (eða Sodium Laurerh Sulfate – það er þó ekki eins þurrkandi og það fyrrnefnda)
Mér finnst gott að nota froðuhreinsa af og til en ég versla mér aldrei froðuhreinsir nema hann sé án SLS eða SLES.
Húðin varð orðin afar skemmd af notkun hreinsa sem inniheldu þessi innihaldsefni án minnar vitundar fyrir nokkrum árum. Það var ekki fyrr en ég tók það út bæði í andlitshreinsum, sjampói, handsápu og tannkremum sem ég átti mig á hversu mikil áhrif þetta hefur á húðina. Þurr hársvörur, þrálátur varaþurrkur og þurrar hendur urðu strax miklu betri.
Ég er aftur á móti viðkvæm gegn rakaskorti en ég hef séð sambærileg dæmi hjá afar mörgum.
Mig langaði því að deila með ykkur minum uppáhalds froðuhreinsum sem eru algjörlega lausir við þessu innihaldsefni.

L’occitane – Immortelle Divine Foaming Cleansing Cream
Mjög mildur og léttur froðuhreinsir. Hreinsar vel húðina. Finnst hann vera smá kremkenndur og nærandi. Húðin er alveg laus við stífleika eftir notkun
Hentar öllum húðgerðum.
Fæst hjá L’occitane

YSL – Top Secrets Foaming Cleanser
Hreinsar burt allar mengunaragnir af húðinni. Mjög léttur og mildur. Inniheldur meðal annars Salicylic Acid sem hreinsar í burtu dauðar húðfrumur og jafnar olíuframleiðsluna á heilbrigaðari hátt. Ríkur af andoxunarefnum.
Fæst hjá Hagkaup.

Dior – Hydra Life Lotion to Foam – Fresh Cleanser
Afar áhrifaríkur en mildur hreinsir. Vökvi sem breytist í þykka og loftkennda froðu um leið.
Rík af te laufum, hreinsar vel burt farða og hreinsar húðina afar vel. Skilur hana eftir vel nærða.
