JANÚAR: MÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR (SKINCARE & MAKEUP)

Ég sjálf hef alltaf svo gaman að því að lesa um vörur sem viðkomandi hefur verið að nota lengi eða mikið af á stuttum tíma svo mér datt í hug að gera kannski mánaðarlega stutta lista yfir þær vörur sem stóðu upp úr yfir mánuðinn.
Ég hef verið að setja mér húðrútínu sem ég nota í lengri tíma en ég er vön. Ég vel mér gjarnan vörur sem vinna vel saman og finnst ekkert skemmtilegra en að sjá hvernig áhrif þau hafa á húðinni. Þetta eru allt vörur sem ég hef verið að nota núna í allan Janúar mánuð og sumar lengur.

HÚÐVÖRUR

HERBIVORE BOTANICALS PRISM 12% AHA + 3% BHA EXFOLIATING GLOW SERUM

Þetta serum verður hreinlega að vera fyrst. Ég keypti þetta fyrir nokkrum mánuðum eftir ég prófaði fyrst vörurnar frá Herbivore. Ég heillaðist svo af þeim svo ég varð hreinlega að prófa fleiri. Hinsvegar hafði ég aldrei opnað þetta því ég var þá á Differin og var hrædd um að þetta væri of mikið með.
Ég tók mér smá pásu frá Differin og nýtti þá tækifærið og byrjaði að nota þetta serum.
Nei sko VÁ! Þetta er svo falleg vara !!
Serumið inniheldur 12% AHA sýru og 3% BHA Sýru. Saman er blandan að jafna yfirborð húðarinnar, hreinsa burt dauðar húðfrumur og koma jafnvægi á olíuframleiðsluna. En það sem þetta serum gerir líka er að veita húðinni mikinn þéttleika og LJÓMA! Fullkominn náttúrulegan ljóma !
Hentar öllum húðgerðum. Enginn ertingur, engin óþægindi.
Ég hef notað þetta á hverju kvöldi nánast (húðin mín hinsvegar hefur gott þol) svo ef þú hefur ekki notað sýrur áður farðu þá rólega af stað til öryggis.
Fæst hjá Nola

BIOTHERM – SKIN OXYGEN DEPOLLUTING CLEANSER


Mjög mildur og léttur gel hreinsir sem hentar öllum húðgerðum.
Gelið bráðnar á húðinni og nær að hreinsa burt öll óhreindini og meira að segja smærstu mengunaráhrif sem sitja a húðinni.
Alls ekki þurrkandi, nærir og mýkir.
Ég hef notað hann í seinni hreinsun á kvöldin.

BIOTHERM – RED ALGAE UPLIFT

Ég hlakka til á hverju kvöldi að maka þessu kremi í andlitið mitt.
Formúlan og áferðin á kreminu er frekar þétt, ljósbleik að lit sem birtir upp allt andlitið. Með reglulegri notkun er kremið að þétta húðina og gera hana “stinnari”
Það gefur einnig mjög góðann raka en það er ríkt af Peptíðum líka sem fá húðina til að vinna hraðar og betur.

FÖRÐUNARVÖRUR

CHANEL LES BEIGES HEALTHY GLOW FOUNDATION

Þennan farða fékk ég reyndar seint í Janúar en ég varð strax svo hrifin af honum. Ég hafði séð marga á Instagram mæla svo mikið með honum að ég varð að prófa!
Farðinn er mjög léttur (ég vil farða sem eru vel þekjandi) og alltaf þegar ég sé létta farða er ég hrædd að þeir hafi ekki þá þekju sem ég óska eftir. En hann svo sannarlega hefur mjög fallega og góða þekju. Hann þekur húðina það vel og gefur henni fullkominn náttúrulegan ljóma sem endist allan daginn. Það besta við farðann er að þér líður alls ekkert á húðinni eins og þú sért með farða.

LANCOME IDOLE LASH

Ég hef sagt það áður að finna góðan og “bullet proof” maskara fyrir mig er ekki auðvelt. Ég er með þráðbein augnhár sem haldast aaaaldrei breitt sama hvað. Einnig með deginum á maskarinn til að smita allt augnlokið mitt (ég hef prófað svooo marga og þeir enda á því að gera það allir)
Ég þori engu að jinxa en ég held þetta sé minn eini sanni !
Hann er trylltur !
Greiðan er frábær, gúmmí greiða sem er frekar sveigð til að gefa augnhárunum gott Volume. Augnhárin lyftast mjög vel upp eins og maður hafi verið í “Lash Lift”
En það er ekki bara það, þau haldast líka brett meira en nokkru sinni fyrr !! Ég held að augnhárin mín hafi aldrei náð að vera eins brett út daginn eins og nú ! Formúlan er einnig frábær, klessist ekki og hefur hingað til ekki smitað mig.

CLARINS GO 2 GLOW

Krem bronzer og kinnalita stifti
Ég ELSKA Clarins förðunarvörurnar. Mér finnst margir stimpla Clarins sem “ömmumerki” sem er mikil synd því vörurnar eru svo geggjaðar ! Ég held þegar fólk fari að gefa því tækifæri að grúska í Clarins förðunarstandinum í smá stund að þau muni sjá hversu flottar vörur þau eru með.
Ég nota krem kinnalitinn í þessari vöru mjög mikið. Mér finnst formúlan frábær, hún bráðnar svo fallega í húðina. Gefur mér færi á að byggja hana auðveldlega upp og leika mér með hana. Hentar mjög vel fyrir byrjendur sem vilja prufa kremkinnaliti