
** Vörurnar eru gjöf
Á dögunum komu nýjar viðbót í Dior Forever sem ég hef verið svo heilluð af og hef mikið notað síðan.

Nýjungarnar voru meðal annars nýr farðagrunnur sem kom mér verulega mikið á óvart.
Farðagrunnurinn er góð litaleiðrétting fyrir húðina, hann jafnar einnig yfirborðið vel og veitir húðinni mjög góðann raka yfir daginn. Áferðin er mjög skemmtileg en formúlan bráðnaði mjög vel og hratt inn í húðina og ekkert sat eftir á yfirborðinu sem fór illa í farðann.
Mér fannst farðinn sitja ótrúlega vel á húðinni en grunnurinn gefur frá sér líka fallegan ljóma sem nær að skína svo vel í gegnum farðann. Ég hef notað hann mikið síðan ég fékk hann og tel hann geta orðið að miklu uppáhaldi.

Ég er mjög vanaföst þegar kemur að púðri en ég þarf heldur betur að púðra mitt T-svæði þegar ég farða mig en með deginum verður auðvelt að spegla sig í glansinum sem kemur til með að myndast á því svæði.
Ég valdi litinn “Medium” en hann er nær mínum húðlit. Mig langaði í púður sem ég gæti auðveldlegað notað til að minnka glansinn á húðinni án þess að lýsa upp farðann í hvert skipti, Medium er mjög nálægt því að vera sambærilegur litur og ég nota á flestum förðum.
Púðrið er afar fingerð en ég nota alltaf bursta í það, finnst það þæginlegra og stimpla því svo í húðina.
Fíngerða púðrið býr til svo fallega airbrushed áferð á húðina og engar púður agnir eru sjáanlegar. Það mattar húðina en alls ekki of mikið. Endingin er mjög góð og mér finnst það henta mjög vel með öllum farða og öllum hyljara.
Svo eru pakkningarnar líka guðdómlegar
