Kevin Murphy: Ég er obsessed !

** Vörurnar eru gjöf.

Mér finnst mjög gaman (eins og þið kannski mörg vitið orðið) að prófa nýjar vörur og hárvörur er engin undantekning þar. Ég hef lengi verið að nota sömu hárvörurnar og alltaf líkað mjög vel, eftir meðgönguna með Mikka þá breyttist hárið mitt töluvert og mér fannst ég ekki vera fá sömu næringu frá hárvörunum mínum og áður.
Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi.
Ég byrjaði að kaupa mér vöru frá Kevin Murphy sem ég heillaðist svo mikið af og varð því enn spenntari fyrir að prófa fleiri vörur

Ég hef nú þegar prófað bæði sjampó, næringu og mótunarvörur. Ég ætla að fjalla aðeins um þær mótunarvörur og aðrar sambærilegar núna – ég mun koma til að segja ýtarlega frá sjampóinu sem ég hef verið að nota en með því finn ég gríðarlegan mun á hárinum mínu.

FRESH.HAIR

Ég er mjög smámunarsöm með þurrsjampó, hef prófað þau mörg og sjaldan fundið eitthvað sem stenst allar kröfur.
Það sem gerði mig hrifna af þessu þurrsjampói er í fyrsta lagi hvað það gerir hárið létt! Það þyngist ekki á neinn hátt sem er mjög mikilvægt fyrir manneskju með þungt hár eins og mig. Einnig situr ekkert skán, fita eða annað í hársvörðinum eftir það hefur verið spreyjað í.
Mælt er með að spreyja í hársvörðin, bíða í 5-10sek og svo hrista eða greiða hárið, með því mun duftið draga í sig fitu og olíur, það síðan fellur úr hárinu svo hárið verður frísklegt.

BEDROOM.HAIR

BEDROOM.HAIR kom mér mest a óvart. Ég held að þetta sé vara sem ég á ekki eftir að geta verið án. Varan er hársprey sem kemur til með að móta hárið á fullkominn hátt án þess að gera það stíft eða hart. Ég elska ða nota þetta sprey þegar ég er með liði eða krullur, það hjálpar mér að móta hárið vel án þess að efnið sé sýnilegt í hárinu. Það kemur heldur ekki til með að þyngja hárið. Spreyið verndar einnig hárið gegn umhverfisáhrifum sem við verðum fyrir yfir daginn og styrkir það.

BODY.BUILDER

Ég elska allar vörur sem geta gefið rótinni góða og létta fyllingu. Ég nota alltaf “Volume” sprey eða froður í hárið mitt, mér finnst það gera svo mikið fyrir hárið. Líkt og með þurrsjampóið þá hef ég prófað ótal vörur sem eiga að gefa hárinu fyllingu, sumar betri en aðrar. Hinsvegar hefur mér aldrei tekist að finna slíka vöru sem kemur til með að gera hárið líka létt eins og BODY.BUILDER gerir. Ég viðurkenni að ég var í smá sjokki eftir fyrsta blásturinn hvað hárið var létt og fyllingin sem myndaðist var ekki að þyngja hárið mitt á neinn hátt ! En það er snilldin bakvið vöruna, það er engin hætta að nota of mikið þar sem froðan er alveg þyngdarlaus og kemur ekki til með að þyngja hárið.

YOUNG.AGAIN

Ég notað þessa olíu ótrúlega mikið síðan ég fékk hana. Það sem ég heillaðist mest í fyrstu var að hún er full af andoxunarefnum sem kemur til með að vernda hárið gegn umhverfisáhrifum sem hárið verður fyrir á daginn. YOUNG.AGAIN olían byggir upp hárið. Það má setja í blautt hárið en formúlan er alveg þyngdarlaus og kemur ekki til með að fita hársvörðin. Ég nota þetta gjarnan í þurr hárið líka, bara minna magni. Gjörsamlega elska þessa formúlu og hárið mitt gerir það svo sannarlega líka.

Allar Kevin Murphy vörurnar eru með þyngdarlausum formúlum, eru paraben og sulfate fríar og engin vara er prófuð á dýrum.