NÝTT frá GlamGlow

** Vöruna fékk höfundur að gjöf

Það er alltaf svo ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með nýjungunum frá Glamglow.
Ég man ég kynntist merkinu fyrst fyrir rúmum 6 árum þegar ég sá Nicole Guerriero fjalla um þá. Eftir það var ekki aftur snúið.

SUPER línan heldur áfram að stækka hjá merkinu en hún hefur verið svo ótrúelga vinsæl, en hver einsata vara í línunni er gjörsamlega einstök

Nýjasta viðbótin er SUPERWATERGEL
Olíulaust rakakrem sem inniheldur 3 týpur af sýrum.
Salicylic Sýru
Glycolic Sýru
Hyaluronic Sýru

Kremið er hannað sérstaklega fyrir olíumikla húðgerð og húð með bólur. Salicylic sýran mun vinna á olíuframleiðslunni í dýpri lögum og koma í veg fyrir að bólgur myndast, á meðan er Glycolic sýran að jafna yfirborð húðarinnar og hreinsa þar dauðar húðfrumur. Hyaluronic sýran sér um það að gefa húðinni hámarkars raka í 24 klukkustundir en um leið styrkir hún varnarvegg húðarinnar og kemur í veg fyrir að frekari bakteríur komist inn.
Hrein húð stútfull af raka! Svo vrikilega flott!

Þó svo kremið sé hannað fyrir þessa ákveðnu húðgerð í huga geta allar húðgerðir að sjálfsögðu nýtt sér það.

Með reglulegri notkun verður húðin mýkri, hreinni, bólur geta dregið úr sér en hún verður einnig rakameiri og með jafnari olíuframleiðslu.

Kremið er ótrúlega létt í áferð og mjög þæginlegt í notkun. Auðvelt er að nota farða strax yfir en ég var smá smeyk að það myndi gera húðina mína alveg matta. Ég vil ekki að húðin mín sé mött (mjög einstaklingsbundið) en þó það dragi vel úr olíuframleiðslunni þá varð húðin mín samt sem áður ekki mött. Hún varð áfram mjög heilbrigð og falleg.

Samantekt:
– Fyrir olíumikla húðgerð
– Fyrir húðvandamál – bólur
– Húð sem skortir jafnari áferð
– Húð sem skortir meira líf og raka
– Allur aldur