nýtt frá Nailberry: CLEAN NAIL POLISH REMOVER

** Vöruna fékk höfundur að gjöf

Ég er búin að bíða svo lengi eftir þessari vöru og gat ég loksins tilkynnt á Instagram í vikunni að hún væri komin, það fyrir Tax Free – hversu geggjað !
Nailberry hefur loks fullkomnað vörumerkið sitt með naglalakkahreinsi
Það er ekki bara mikilvægt að naglalakkið sé gott, verndi neglurnar okkar heldur þurfum við að fjarlægja það á góðan hátt án þess að neglunar verði fyrir ákveðnum skaða. Neglurnar mínar hafa aldrei verið eins góðar núna eftir ég tók mig verulega á fyrir nokkrum vikum og hef ég nánast náð að halda þeim í toppstandi. En ég finn líka mikinn mun þegar ég nota góðann eða slæman naglalakkaeyði.

Ég hef aldrei séð eins fallegan naglalakkahreinsi

Ég var því ótrúlega spennt þegar Nailberry tilkynnti mér það að naglalakkahreinsirinn þeirra væri loks kominn.

Formúlan er mjög rakagefandi og full af næringu til að vernda og endurbæta nöglina þína eftir lakkið hefur verið fjarlægt.
Það skemmtilega við Nailberry naglalakkaeyðirinn er að hann er tvífasa; fyrri formúlan inniheldur Múskat Rose Tree Olíu en olían er rík af fitusýrum sem eykur styrk naglarinnar með næringu og raka ásamt því að vernda naglabeðið og naglaböndin í kringum nöglina sjálfa. Seinni formúlan hefur AHA sýrur sem endurnýja nöglina, herða hana og viðhalda vexti hennar, en AHA sýrurnar koma einnig til með að vinna á endurnýjun húðfruma á naglaböndunum !
Mjög auðvelt að nota vöruna og hún kemur ekki til með að þurrka nöglina eða húðina í kring og ekki þarf að þrjóskast við að ná vörunni af, mjög áhrifarík formúla – mikilvægt er líka að taka fram að hreinsirinn lyktar ekki af sterkri kemískri lykt sem fær húsið til að anga !

Ég hef sjaldan verið eins spennt fyrir einum naglalakkahreinsi en hann er svo gjör ólíkur öllum sem ég hef prófað !!

Naglalakkahreinsirinn er laus við Acentone og hentar því vel fyrir náttúrulega neglur, viðkvæmar og akrýl/gel.
Formúlan er að sjálfsögðu vegan líkt og naglalökkin.

Mér finnst þessi vara vera hálfgerð nýjung fyrir okkur sem vilja hugsa extra vel um neglurnar því mér finnst aldrei hafa verið hugsað mikið út í naglalakkahreinsina sem við notum, annað hvort eru þeir með Acentone eða ekki en ekki mikið verið talað um næringuna eða aðra hluti sem skipta máli þegar við notum slíka vöru. Ég hef heldur aldrei séð naglalakkahreinsi sem hefur AHA sýrur svo þetta er eitthvað algjörlega nýtt og spennandi

Ég get 100% lofað ykkur því að þið eigið eftir að elska þennan naglalakkahreinsi jafnmikið og lökkin eru elskuð !
Hann er kominn í Beautybox og er væntanlegur í Hagkaup Kringlu og Garðabæ um helgina