CHANEL LES BEIGES

** Vöruna fékk höfundur að gjöf

Ég var frekar sein á þessa lest (eins og svo margar aðrar stundum) en ég var afar spennt fyrir þessum farða eftir að ég sá nokkrar stelpur dásama honum á Instagram.
Ég fékk loks að prufa og fór þá að skilja vel allt hæpið í kringum hann.

Farðinn hefur mjög létta áferð og situr hann því mjög létt á húðinni, það sem ég elska við hann er að mér líður alls ekki eins og ég hafi góðan vel þekjandi farða á andlitinu. Hann gefur húðinni ótrúlega fallegan en náttúrulegan ljóma sem endist allan daginn. Hann inniheldur endurspeglandi perlur sem veitir húðinni óaðfinanlega áferð.

Mér fannst hann einnig endast ótrúlega vel út daginn og gefa húðinni minni góðann raka. Hann inniheldur líka góða vörn sem verndar húðina gegn umhverfisáhrifum.

Hann mun koma til með að vera mikið notaður í sumar þegar ég vil fallega þekju en léttan farða