Nip+fab: MANDELIC + CHARCOAL FIX

** Vöruna fékk hföundur að gjöf

Ég hef lítið notað Mandelic sýrur þar til ég fékk að prófa nýjuna línuna frá Nip+Fab en ég er eiginlega smá í sjokki hve frábær hún er fyrir mig!
Mér finnst Mandelic vera orðin meira áberandi núna en hún var og það er ekkert nema frábært þar sem hún hefur svo ótrúlega marga eiginleika fyrir húðina. Hún hentar best olíumikilli húð og þeim sem eru frekar viðkvæmir. Hún er ekki beint að vinna á bólum líkt og Salisýlsýran heldur vinnur hún betur á olíuframleiðslunni og jafna hana. Hún er mild og kemur til með að vinna líka vel á litabreytingum ef hún er notuð reglulega.

Í nýju Charcoal + Mandelic Fixlínunni hjá Nip Fab er úrvalið svo mikið og allar vörurnar innihalda Mandelic sýruna. Mér fannst mjög skemmtilegt að sjá að úrvalið er jafn stórt og sést í öðrum línum vörumerkisins svo allir ættu að geta fundið sér það form af sýru sem þeim finnst best að nota.
Ég hef prófað allar vörurnar og líkar ótrúlega vel við þær allar en maður er auðvitað vanafastur og grípur oft í ákveðnar vörur sem manni þykir best að nota.

Mig langaði svo að deila með ykkur þeim vörum sem ég hef notað mest úr línunni.

Charcoal + Mandelic Fix GEL CLEANSER

Ég elska andlitshreinsa, það er ekkert leyndarmál – andlitshreinsar eru ein mikilvægasta varan í húðrútínunni en einnig vara sem getur skaðað húðina mikið ef rétt vara er ekki notuð fyrir þína húðgerð. Mér líkaði svo ótrúlega vel við þennan andlitshreinsi. Hann er gelkenndur, léttur og mjög þæginlegur á húðinni.
Hann inniheldur Bamboo vatn sem gefur góðann raka, Charcoal púður sem hreinsar burt eiturefni og óhreindini og að sjálfsögðu Mandelic acid sem jafnar olíuframleiðsluna.

Charcoal + Mandelic Fix CLEANSING PADS

Mér finnst skífurnar frá Nip+Fab alltaf góðar en ég nota þær mjög mikið og á gjarnan nokkrar með ólíkum sýrum. Ég hef verið að nota Mandelic skífurnar mikið á daginn en mér finnst þær blautari en aðrar sem ég er vön að nota, ekki að það sé neitt verra.
Skífurnar innihalda Charcoal seyði sem hreinsar burt eiturefni og óhreinindi, Norna seytli sem dregur úr ásýnd húðhola og Lotus blóm sem kemur einnig jafnvægi á olíuframleiðsluna.

Ég mæli svo mikið með þessum vörum ef húðin þín er olíumikil og/eða viðkvæm, þær eru afar mildar en samt sem áður mjög áhrifaríkar.