FEBRÚAR: MÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR (SKINCARE & MAKEUP)

Mér finnst ótrúlegt að það sé strax kominn mars ! Mér líður eins og árið hafi verið að byrja í gær, þetta líður allt of hratt en það sem ég horfi á er að það er að minnsta kosti stutt í sumarið.
Ég bloggaði um mínar uppáhalds vörur í janúar og sló það vel í gegn svo ég ætla að stefna á að gera þetta mánaðarlega, taka fyrir nokkrar húðvörur og nokkrar förðunarvörur sem voru mest notaðar þann mánuðinn.

HÚÐVÖRUR

LIXIR – NIGHT SWITCH ESSENTIAL LIPIDS

Ég fékk á dögunum gjöf frá Nola en þau voru að taka inn nýtt merki, LIXIR.
Karin hjá Nola sagði mér aðeins söguna bakvið merkið en ég heillaðist gjörsamlega, eins og þið mörg vitið þá elska ég að kynnast sögunni bakvið vörumerkin. En í stuttu máli þá er merkið þróað á þann hátt að einfalda húðrútínuna. Lixir inniheldur nokkrar Night Switch vörur en þær vörur má einfaldlega bæta út í rakakremið á kvöldin. Night Switch vörurnar eru t.d. með Retinól, sýrum eða einfaldega góðum rakagjafa eins og Essential Lipids sem ég valdi mér. Í stað þess að búa til auka skref og setja auka vöru á húðina og aðra vöruna yfir… þið skiljið þá er aðeins settur einn dropi í rakakremið. Ég fór að hugsa hvort mér þætti ég hafa fundið einhvern mun, mér finnst ég ekki sjá mun en ég finn hann svo sannarlega – ég er ekki eins viðkvæm við rakaskorti í húðinni og ég er gjarnan og mér finnst húðin mín vera í mjög góðu jafnvægi með tilliti til rakans.
Essential Lipids inniheldur meðal annars Ceramide, fitusýrur, glýserín og fleiri góða rakagjafa sem róa þurra húð og húð í rakaskorti. Varan byggir upp varnarvegg húðarinnar og verndar hann svo rakinn haldist í húðinni.
Fæst hjá Nola

LA MER THE MOISTURIZING SOFT CREAM

Í byrjun febrúar var að ég að byrja að nota sterkari Retinoid vörur og varð því að huga að samsetningu húðrútínunar minnar með góðum rakagjöfum og nærandi vörum. Það kom þá ekkert annað til greina en La Mer – formúlan er svo ótrúlega heilandi, rakagefandi og nærandi á húðina og hefur þetta krem átt stórann þátt í því að húðin mín sé vel nærð meðan ég byrjaði á sterkri Retinoid vöru. Ég hef orðið algjörlega háð La Mer kreminu og fékk einnig að prófa fleiri vörur frá merkinu sem ég féll strax fyrir.
Fæst hjá Beautybox

CLARINS TOTAL CLEANSING OIL

Um miðjan febrúar fór ég á Clarins viðburð en þar var meðal annars verið að sýna nýju hreinsilínuna sem Clarins hefur uppfært svona fallega. Ég vissi að ég ætti eftir að elska þesssa olíu en hún er hreint út sagt svo góð og mild. Hún fjarlægjir auðveldlega farða og augnförðun alveg án þess að erta augun. Hún hentar öllum húðgerðum og skilur húðina eftir silkimjúka og vel nærða.

FÖRÐUNARVÖRUR

SMASHBOX HALO HEALTHY GLOW ALL-IN-ONE TINTED MOSTURIZER

Ég hef notað þetta litaða dagkrem svo ótrúlega mikið síðan ég fékk það fyrst en þessi vara er farðagrunnur, rakakrem og farði – all in one.
Mér líður alltaf eins og ég sé að bera á mig krem þegar ég nota vöruna frekar en farða, áferðin er svo mjúk og góð. Uppáhaldsaðferðin mín er klárlega að nota vöruna undir annan farða en áferðin veitir farðanum ofan á svo ótrúlega fallega áferð. Býst við að þessi farði verði mikið notaður í sumar.

DIOR ROUGE “219”

Ég elska þennan varalit, þessi litur er algjörlega fullkominn fyrir everyday en einnig líka fyrir fín tilefni – ég para honum oft saman við varablýant frá DIOR númer “593” en saman eru varnar svo fallegar. Eg hef varla notað aðra varaliti síðan ég fékk þennan fyrst en ég hef það á tilfinningunni að hann verði mikið notaður þetta árið.

URBAN DECAY BROW BLADE

Ein af mínum uppáhalds augabrúnavörum en ég nota þessa alltaf (ásamt öðrum) þegar ég geri brúnirnar mínar. Ég hef mjög leiðinlegar brúnir og finnst erfitt að meðhöndla þær, ég þarf að gefa mér góðan tíma til að ná þeim eins og ég vil hafa þær en Brow Blade er vara sem ég kem alltaf til með að nota. Blýantinn nota ég til að móta brúnirnar en tússinn nota ég til að fylla vel upp í og sérstaklega að framan. Ég hef einnig notað blýantinn mikið sem eyeliner og er elska það !