
** Vöruna fékk höfundur að gjöf
Kannski alveg nýtt, kom fyrir fáeinum vikum en eins og þið vitið kannski þá gef ég mér alltaf góðan tíma til að prófa vörurnar áður en ég fer í að blogga almennilega um þær. Ég vil alltaf geta gefið ykkur hlutlausa umfjöllun en einnig sagt frá minni upplifun.
Allavegana, ég fékk að profa nokkrar vörur úr línunni en Karin hjá Nola sagði mér aðeins hugmyndina bakvið vörumerkið og þótti mér hún mjög spennandi.
Colette Hayden er konan bakvið LIXIR SKIN en hún er lyfjafræðingur með áherslu á húð. Hún hefur meðal annars unnið bakvið ótal mörg og stór vörumerki, vörumerki sem við höfum örugglega flest prófað eða notað einhvern tímann.
Colette vildi þróa sína eigin línu með þá áherslu að einfalda húðrútínuna, línan væri þá með fáar vörur en góðar. Hún vill meina að það skiptir ekki máli hvort vörur sé náttúrulegar eða kemískar heldur það sem skiptir öllu máli er formúlan bakvið þær.
Hún þróar LIXIR SKIN á þann hátt að þú finnur allt sem þú þarft í línunni fyrir góða og áhrifaríka rútínu. Hinsvegar þarftu ekki 7-10 skrefa rútínu til að ná þeim árangri. Hún hefur einfaldað leikinn á góðann hátt. Ekki er að finna 7 mismunandi krem í hennar línu heldur eingöngu eitt rakakrem sem kemur til með að henta öllum húðgerðum. Húð er húð segir hún.
ÞAð skemmtilega sem hún kemur til með að gera er að þróa vörur sem er ákveðinn grunnur, líkt og andlitshreinsir og krem. Hún þróar einnig virkar vörur líkt og Retinoid, sýrur og rakagjafa sem bæta má út í kremið fyrir enn meiri árangur. Engin aukaskref, engin aukakrem eða aukalag á húðina. Einfaldara gæti það ekki verið.
Línan er fullkomin fyrir einstaklinga sem nenna ekki miklu dúllerí við húðrútínuna sína, hafa minni tíma eða vilja einfaldlega einfalda rútínu en kjósa samt góðann árangur.
Ég ætla að deila með ykkur vörunum sem ég hef verið að nota.

Peel Express er hreinsimaski sem veitir einnig góðann raka. Hann er stútfullur af sýrum (Glycolic), ensím og fjölda góða rakagjöfum. Hann er afar áhrifaríkur, hreinsar burt dauðar húðfrumur, jafnar áferð hennar og fyllir húðina af raka um leið. Húðin verður svo mjúk og með fallegan ljóma eftir notkun á þessum áhrifaríka maska.
Hann má liggja í 20 mínútur en þar sem hann er mjög áhrifaríkur þá mæli ég með að nota hann í styttri tíma ef húðin þolir ekki lengri tíma.
Það þarf einnig mjög lítið af honum, hann dreifist vel um allt andlitið
Hann má skoða frekar hér

Universal Emulsion er eina rakakremið sem er að finna hjá LIXIR SKIN en það hentar öllum húðgerðum og öllum aldri. Það er afar létt, drjúgt en ótrúlega rakamikið. Universal Emulsion er í raun dag, næturkrem og serum í einni vöru svo við fáum ekki eingöngu raka heldur einnig góða virkni og verndun fyrir húðina. Rakakremið má einnig nota á önnur svæði líkamans eins og háls, bringu og jafnvel varir. Húðin verður mjög mjúk með reglulegri notkun. Kremið reynir að hindra fyrir skemmdum sem UV geislar geta haft á húðina frekar en að vinna á þeim skemmdum sem UV geislarnir hafa nú þegar valdið. Veitir náttúrulega vörn fyrir UV geislum en engin vörn er i kreminu. Sér einnig til þess að viðhalda öllum þeim raka sem húðin hefur og verndar hana vel gegn rakaskorti.
Fæst hér:

Essential Lipids er ein af virku vörunum í LIXIR SKIN en þessa dásemd má blanda út í rakakremið. Einn til tvær dropar í rakakremið á kvöldin veitir húðinni minni hámarks næringu og raka. (Til eru nokkrar gerðir af virku vörunum, sjá úrvalið hér
Ég valdi mér Essential Lipids vegna ég er afar viðkvæm fyrir því að fá rakaskort í húðina og þarf að vera dugleg að nota vörur sem veita henni hámarks raka og passa mig á vörum sem strípa hana ekki af raka. Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast með að nota eingöngu 1-2x dropa á kvöldin í rakakremið en áhrifin hafa verið mögnuð.
Essential Lipids er semsagt ríkt af ceramide, fitusýrum, glycerin og fleiri rakagjöfum sem róa húðina og henta vel fyrir þurra húðgerð og húð í rakaskorti. Formúlan byggir og styrkir húðina upp á nýtt og verndar varnarvegginn svo rakinn haldist í húðinni.
Ég sá engan gríðarlegan mun en ég svo sannarlega fór að finna fyrir honum. Ég tók fljótlega eftir að húðin mín var mun þéttari (líkt og hún verður þegar hún er full af raka) og ég hafði alls ekki verið eins viðkvæm fyrir rakskorti ég er von. Ég hef að minnsta kosti ekki þorað að hætta notkunni – ég er því afar spennt að prófa fleiri vörur frá merkinu.
Hægt að lesa nánar um vöruna hér:
Þið finnið allar vörurnar hjá NOLA
