NAILBERRY: Mín uppáhalds naglalökk þessa dagana

** Vörurnar eru í samstarfi við Nailberry á Íslandi

Ég er að elska að verða vitni að því hve margir eru farnir að prófa Nailberry lökkin og að þau verði jafn hrifin og ég. Af og til fæ ég skilaboð frá fylgjendum sem hafa verið að prófa og öll orðið ástfangin bara um leið ! Kannski ekki skrýtið enda eru lökkin algjör hágæða lúxus.
Mér finnst gaman að breyta til, get verið svoldið vanaföst með naglalökk en ég reyni af og til að gera eitthvað öðruvísi en ég á mér tvo liti núna sem ég hef verið mikið að flakka á milli með.

SERENITY

Ég hef alltaf elskað grá naglalökk svo þegar ég sá þennan þá vissi ég að ég varð að prófa. Hann er fremur ljós en hinn fullkomni “kósý” grái litur sem passar með öllum outfitum hvort sem það er svart, grátt eða hvítt ! (liggur við einu litirnir sem ég klæðist)
Mér finnst ég alltaf mjög fín en samt pínu svona “töff” líka með hann.

ROMANCE

Þessi fallegi Nude/Bleiki litur hefur verið mikið notaður hjá mér. Ég gríp ótrúlega oft í hann þegar ég get ekki valið mér lit því ég veit að hann klikkar aldrei. Hann er fremaru ljós en hann verður svo fallegur á nöglunum. Passar við hvað sem er, látlaus og hentar alltaf.

Nailberry lökkin fást meðal annars í:

Hagkaup
Beautybox.is
Dekra.is