KEVIN MURPHY: HÁRIÐ FÉKK NÝTT LÍF

** Vörurnar fékk höfundur að gjöf

Eftir meðgönguna mína þá fór ég að fá mikið hárlos, ég upplifiði ekki svona mikið hárlos af fyrri meðgöngu en ég var gjörsamlega að tryllast á hárum út um allt. Ekki nóg með það þá byrjaði ég að fá rosalegan kláða og viðkvæmni í hárið. Ég er týpa sem fer strax í hlutinu, ég fór á google, las mér til um allskonar vörur, prófaði fullt af vörum sem höfðu að mínu mati bara tímabundna lausn.

Ég var byrjuð að prófa mig áfram með nokkra kornaskrúbba fyrir hársvörðinn sem mér fannst lítið virka, ég ákvað að prófa síðustu vöruna og valdi Kevin Murphy þar sem ég hafði heyrt gott um merkið.
Kevin Murphy hafði þá ný verið að gefa út SCALP.SPA SCRUB sem er öflugur kornaskrúbbur fyrir hársvörðinn.
Ég keypti mér skrúbbinn og prófaði. Síðan þá hef ég gert það að vana mínum að nota hann einu sinni í viku

SCALP. SPA SCRUB er afar hreinsandi fyrir hársvörðinn og hreinsar hann dauðar húðfrumur ásamt uppsöfnuðu efni sem myndast hefur á hársverðinum. Líkt og með húðina þegar við hreinsum burt dauðar húðfrumur náum við að halda endurnýjum húðfrumana gangi til lengri tíma og það sama gildir með hárið, það verður heilbrigaðar og getur einnig vaxið hraðar.
Skrúbburinn inniheldur miceller vatn og ákveðna micro hreinsiaðferð en skrúbbinn má einnig nota á líkamann.

Ég var svo ótrúlega heppin að hefja samstaf með Kevin.Murphy á Íslandi og fékk að prófa fleiri vörur frá merkinu þar sem ég var svo rosalega hrifin af skrúbbnum en þegar hann var gefinn út kom SCALP.WASH sjampó um leið.

SCALP.WASH Sjampóið er ætlað til að vinna með skrúbbnum til að ná enn betri ávinningi en það er milt hreinsi sjampó sem fjarlægir óhreindini og vinnur gegn óþægindum og vandamálum í hársverði. Sjampóið kemur á ró í hársverðinum og nærir hann ótrúlega vel.
Síðan ég fékk ég sjampóið þá nota ég það 2-3x í viku og ég finn svo rosalegan mun á hársverðinum mínum!
Mig er hætt að klægja, loksins! Ég er ekki eins viðkvæm og ég var og get loksins greitt mér almennilega án þess að finna til.

í gjöfinni frá Kevin.MURPHY fylgdi einnig með hárnæring og hármaski. Ég er mjög smámunarsöm á hárnæringar og verð alltaf smá smeyk að prófa nýjar næringar.
HYDRATE.RISE er algjör rakabomba fyrir hárið en það er næring sem er full af plóma, jojoba, shea butter og olíu. Hárið fylist af raka og fær mikinn og heilbrigan glans. Hár sem skortir mikinn raka og er þurrt ætti svo sannarlega að prófa þessa næringu en ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Með fyrstu notkun varð það svo mjúkt, næringin þyngdi alls ekki hárið mitt (ég má ekki við því) og greiðan gjörsamlega rann í gegn eftir fyrsta þvott!
Tikkar strax í ansi mörg box.

í gjöfinni frá Kevin.MURPHY fylgdi einnig með hárnæring og hármaski. Ég er mjög smámunarsöm á hárnæringar og verð alltaf smá smeyk að prófa nýjar næringar.
HYDRATE.RISE er algjör rakabomba fyrir hárið en það er næring sem er full af plóma, jojoba, shea butter og olíu. Hárið fylist af raka og fær mikinn og heilbrigan glans. Hár sem skortir mikinn raka og er þurrt ætti svo sannarlega að prófa þessa næringu en ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Með fyrstu notkun varð það svo mjúkt, næringin þyngdi alls ekki hárið mitt (ég má ekki við því) og greiðan gjörsamlega rann í gegn eftir fyrsta þvott!
Tikkar strax í ansi mörg box.

Djúpnæringin er YOUNG.AGAIN.MASQUE en hún samanstendur af 20 aminósýrum sem vinna að því að gera þurrt og skemmt hár hár heilbrigt. Quinoa, hrísgrjóna prótein, Immortelle, Lotus blóm og Baobab fræolía sem endurnýjar hárið.

Það sem ég verð að nefna og heillar mig mest við KEVIN.MURPHY hárvörurnar er að engin af þeim þyngir hárið mitt á neinn hátt.
Ég hef heilbrigt hár en ég er alltaf að reyna að gera betur og fer KEVIN.MURPHY svo sannarlega vel í hárið mitt – ég hef líka heyrt svo ótrúlega margt gott um vörurnar síðan ég byrjaði að nota þær bæði frá vinum og fylgjendum þegar ég sýnt frá þeim á Instagram , finnst það alltaf segja mikið.

Allar KEVIN.MURPHY vörurnar hafa þyngdarlausa formúlur, eru paraben og cruelty free og sulphate lausar