
** Færslan er unnin í samstarfi við Mádara
Fyrir ykkur sem fylgist vel með mér á Instagram hafið væntanlega tekið eftir ást minni á Mádara vörunum
Ég hef verið að nota nokkrar vörur frá merkinu í nokkra mánuði núna og er svo hrifin en þær hafa allar hentað minni húð ótrúlega vel.
Mádara er merki sem er þróað sérstaklega við skandinavískar aðstæður, miklar veðbreytingar og kulda en slíkt getur haft mikil áhrif á húðina, rænt hana af raka og leitt til hraðari einkenna öldrunar.
Ég á mér nokkrar vörur frá Mádara sem ég hreinlega get ekki verið án, ég hef einnig verið að skoða meira vöruúrvalið þeirra og hef ansi langan óskalista en þau hafa svo fjölbreyttar og spennandi vörur.

CLEANSING MILK
Ég elska hreinsimjólk en ég viðurkenni að í fyrstu bjóst ég ekki við miklu, hélt þetta væri í raun bara svipuð hreinsimjólk og ég hef áður notað frá öðrum merkjum. Hinsvegar hafði ég svo rangt fyrir mér. Ég hreinlega elska þessa hreinsimjólk og ég lýg ekki þegar ég segi hana vera sú bestu sem ég hef prófað.
Ég hef blandaða húðgerð og hún er fullkomlega hönnuð fyrir mig. Hún er ekki of þykk eða þung fyrir mína húð en þrátt fyrir það hentar hún vel öllum húðgerðum þar sem hún er mjög nærandi og rakagefandi. Mjólkin er einnig sérstaklega búin til fyrir viðkvæma, þroskaða og þreytta húð. Hún nærir húðina með Jasmín þykkni og 100% náttúrulegum olíum sem hreinsa burt farða og önnur óhreinindi.
Mér finnst best að nota mjólkina í seinni hreinsun á kvöldin eða á morgnana. Hún er mjög mild á húðinni og skilur hana eftir silkimjúka og vel nærða.

SOS HYDRA REPAIR INTENSIVE SERUM
Ég hef notað þetta serum ótrúlega mikið en mér líður alltaf svo vel í húðinni þegar ég nota það reglulega. Serumið er ætlað sérstaklega fyrir húð sem er stressuð, þreytt, þurr eða skortir raka. Það hentar þó öllum húðgerðum og öllum aldri.
Serumið eykur rakann í húðinni, bindir hann og kemur í veg fyrir að húðin missi frekari raka. Það gefur fallegan ljóma frá sér eftir reglulega notkun og má nota kvölds og morgna. Ég hef talað um áður að olíumikil húð geti skort mikinn raka en þetta serum er frábært fyrir slíkt húðvandamál. Ég sjálf er mjög viðkvæm gegn rakaskorti en ég finn að þetta serum hjálpar húðinni minni að viðhalda rakanum.

SOOTHING HYDRATION FACIAL OIL
Húðin mín hefur verið frekar viðkvæm en ég byrjaði aftur að nota Differin almennilega eftir meðgönguna, ég ákvað að byrja fyrst á léttri Retinól vöru og byggja mig upp og ég hef vel fundið fyrir því hve Differin er áhrifaríkt og umbreytingarskeiðið getur haft mjög leiðinleg áhrif á húðina. Soothing olían var algjör bjargvættur í þessu ferli en ég notaði hana á hverju nóttu þegar ég var sem verst.
Olían er rík af Omega 3-6, inniheldur einnig sólberja og trönuberja fræ sem draga úr pirringi í húðinni. Hún er full af góðum andoxunarefnum og næringu. Brokkolí, avakadó, hafrar, rosehip og fleir olíur vinna saman til að draga úr öllum þurrki og koma ró á húðina.
Ég mæli svo með þessari olíu fyrir alla sem eru viðkvæmir í húðinni og hafa mikinn þurrk eða önnur óþægindi.
Mádara vörurnar eru fáanlegar í verslunum Lyfju ásamt netverslun Lyfju
Þær eru einnig fáanlegar í Beautybox

ESPECIALLY BENEFICIAL FOR those with dry, dehydrated, tight, fragile skin, fine lines, flaking, irritation, dry patches.
Add a few drops in your moisturiser or use on its own morning and night.