
** Færslan er skrifuð í samstarfi við Dior á Íslandi
Ég vann með Dior í nokkur ár fyrir nokkrum árum og algjörlega elskaði merkið! Ég var mjög sorgmædd þegar merkið fór frá Íslandi um tíma svo þið gætuð ímyndað ykkur gleðina sem tók við þegar ég frétti að merkið væri aftur væntanlegt. Ég hef verið í smá samstarfi með Dior og það hefur verið svo skemmtilegt að kynnast nýju vörunum og fá nostalgíukast við að nota gömlu góðu vörurnar aftur.
Dior hefur farið á síðustu vikum í topp sætin hjá mér og ég er spenntari og spenntari fyrir að prófa fleiri nýjar vörur frá merkinu.
Dior hefur gefið út mikið af gullfallegum förðunarvörum núna á dögunum og mig langar svo að deila þeim með ykkur frekar. Ég sýnt aðeins frá þeim á Instagram en maður getur hreinlega ekki talað of lítið um þessar vörur.
Þið munið eflaust eftir þessum nýjungum hér en báðar vörurnar hafa verið mikið notaðar og sérstaklega með þessum nýju sem ég mun segja frá núna.

DIOR FOREVER NATURAL NUDE
Ef þið þekkið hina FOREVER farðana þá veit ég að þið eigið eftir að vilja prófa þennan! Ef þið hafið aldrei prófað farða frá Dior þá veit ég að þið eigið eftir að elska þennan !
Hann er dásamlegur! Farðinn er léttur með létta til miðlungsþekju, hinsvegar veitir hann mjög náttúrulega þekju og áferð á húðinni en áferðin verður gullfalleg. Formúlan er af 96% náttúrulegum uppruna.
Fersk lífleg húð er það sem einkennir þennan farða en hann gefur húðinni einnig mjög heilbrigðan ljóma sem endist allann daginn. Húðin fær nóg af raka og fær aukinn þéttleika um leið.
Ég elska hvernig farðinn situr á húðinni, hvað húðin virðist ótrúlega heilbrigð þegar ég nota hann og hvað hann endist vel. Ég fæ alltaf mikið hrós þegar ég nota farðann en það eitt finnst mér nokkuð góð meðmæli.

DIOR FOREVER PERFECT FIX
Rakasprey, setting sprey – hvað sem er. Það má segja að spreyið sé 3in1. Það veitir mun betri endingu fyrri farðann, festir farðann betur og veitir hámarks raka. Áferðin á spreyinu sjálfu er mjög fíngerð og mjöööög frískandi en það býr til létta filmu á andlitinu sem gerir húðina mun frískari en kemur einnig til með að auka endingu á farðanum án þess að hann skemmist. Mér finnst svo gott að nota þetta meðan ég farða mig en þegar húðin mín er sem vest af rakaskorti þá nota ég rakapsrey reglulega yfir farðann til að hann verði sem fallegastur og ég hef gripið mikið í þetta sprey. Lyktin af því er líka dááásamleg að mínu mati
Farðinn fær fallegri áferð en spreyið má líka nota reglulega yfir daginn til að fríska upp á húðina.

ROUGE DIOR UNIVERSAL LIP BALM
Varirnar mínar geta verið mjög þurrar, sérstaklega yfir vetrartímann. Ég hef notað þennan yndislega varasalva í hvert skipti sem ég byrja að varalita mig, þetta er eins og besti undirbúningur fyrir varaliti. Salvinn fær að næra varirnar meðan ég farða mig en ég alltaf silkimjúk eftir nokkrar mínútur á vörunum. Salvinn gerir varirnar mjúkar og með létta satín áferð sem fær einnig varalitinn til að sitja fallegra og betur á vörunum. Ég nota salvann mikið einan og sér en hann er orðin að hálfgerðar nauðsynjar vörur fyrir farða hjá mér
