MARS: MÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR (SKINCARE & MAKEUP)

Þessar færslur ásamt TAX FREE bloggum eru vinsælustu færslurnar í hverjum mánuði svo við höldum þessu bara áfram í hverjum mánuði.
Það hefur verið mikið af nýjungum í förðunarvörum í Mars og ég viðurkenni ég átti mjög svo erfitt með að velja úr en því miður er ekki hægt að nefna allt, sum bíður kannski þar til í næsta mánuði
Vörurnar eru ekki skrifaðar í neinni sérstakri röð

HÚÐVÖRUR

IT COSMETICS – CONFIDENCE IN A CREAM

Það er mikið sagt þegar ég nota sama rakakremið til lengri tíma, ég skipti oftar um rakakrem en serum tildæmis en mér hefur fundist erfitt að finna mér alveg skotheld rakakrem sem mér finnst henta mér í margar vikur. Húðin getur verið svo breytileg að stundum þarf ég léttara krem og stundum næringameira osfrv.
Hinsvegar hef ég notað Confidence in a cream síðan ég fékk það fyrst ! Ég er algjörlega ástfangin !!
ég hef notað það á daginn og það er líka fullkominn base undir farða.
Kremið dregur sig hratt inn í húðina, veitir mikla mýkt og næringu. Það inniheldur hyaluronic sýru, niacinamide, peptíð, ceramide og önnur innihaldsefni sem koma til með að þétta húðina, draga úr fínum línum, mýkja og veita raka. Áferðin verður svo smooth og kremið dregur einnig vel úr litabreytingum, þá sérstaklega roða í húðinni
Mun 100% fjárfesta í nýju kremi.

MÁDARA – SOOTHING HYDRATION OIL

Ég hef notað þessa olíu töluvert síðustu vikur og mánuði en þar sem ég var að byrja aftur á Differin og húðin mín varð frekar viðkvæm í byrjun þá fannst mér þessi olía hjálpa töluvert til. Þessi andlitsolía róar húðina og nærir hana með miklum raka og mýkt. Hún inniheldur omega 3-6, sólber, trönuberjafræ og mikið af góðum andoxunaefnum. Mér finnst æði að nota hana á kvöldin og vakna með heilbrigða húð sem er laus við áreiti og erting.

LIXIRSKIN – PEEL EXPRESS

Þegar Karin hjá Nola kynnti mig fyrir LIXIRSKIN merkinu varð ég strax heilluð og hvað það stendur fyrir. Ég fékk að prófa nokkrar vörur en ég nefndi einmitt í síðustu færslu af mínum uppáhalds vörum að Night Switch Essentiel Lipids væri ein af mínum uppáhalds – má lesa hér en einnig má lesa meira um vörumerkið hér. Vörurn eru dásamlegar og ég er mjög spennt fyrir fleiri vörum í línunni. Ég hef reglulega notað Peel Express maskann. Maskinn inniheldur áhrifaríka Glycolic sýru og enzím. Blandan mýkir húðina töluvert, gerir hana ferskari og svo silkimjúka.

DIOR – ONE ESSENTIAL SKIN BOOSTING SUPER SERUM

Ég gat hreinlega ekki sleppt því að nefna þetta serum en ég man ég notaði það svo mikið þegar það kom fyrst á markaðinn, væntanlega búið að þróa og endurbæta það enn meira síðan þá en ég hreinlega elska þetta og get ekki hugsað mér að vera án þess í dag.
Serumið er að detoxa húðina, endurnæra hana og gefa henni búst. Það verndar húðina frá UV geislum en þó ekki á sama hátt og sólarvörnin, verndar einnig gegn mengun og stressi – heldur henni heilbrigðari og mjúkri. Hef notað þetta öll kvöld síðan ég fékk þetta í hendurnar.

MAKEUP

DIOR – FOREVER NATURAL NUDE FOUNDATION

Ég hef lengi haldið upp á Dior Forever Glow farðann enda gullfallegur sá farði. Á dögunum kom út nýr farði – FOREVER NATURAL NUDE. Ég fékk tækifæri til að prófa hann og hann stenst allar væntingar, léttur, rakamikill en hefur svo fallega og náttúrulega áferð. Farðinn er léttur á húðinni og er því fullkominn hversdags farði en hann verður líka frábær í sumar. Ég varð mjög hrifin strax. Ég tók sama lit og ég nota í Forever Glow, í fyrstu var ég smeyk að hann væri of ljós eftir ég bar þá saman en hann aðlagast húðinni mjög vel og varð ekki ljós þegar ég bar hann á. Mæli mikið með þessum ef þið viljið léttan hversdags farða.

DIOR – LIP MAXIMIZER

Ég hef haldið upp á Lip Maximizer mjög lengi og nota það reglulega. Ég er farin að grípa það alltaf með mér þegar ég fer út en þetta er týpískt gloss sem klikkar aldrei. Þegar Dior var ekki fáanlegt hér heima þá leitaði ég af sambærilegu glossi en fann hvergi gloss sem virkaði jafnvel og þetta. Það gefur vörunum ekki eingöngu fallegan gljáa heldur kemur það til með að veita vörunum létta fyllingu og láta þær virðast örlítið stærri og stæltari. Það getur gefið létta tilfinningu í varirnar eins og lítinn sting í byrjun en ekkert sem er sársaukafullt. Til eru nokkrir litir en ég er alltaf með þann klassíska “001” fullkominn við allt.

SHISEIDI – SKIN INVISIBLE SILK LOOSE POWDER

Shiseido er með tvö gullfalleg laus púður, annað sem er meira matt og hitt sem gefur meiri ljóma. Ég hef reynt að minnka púður notkunina hjá mér en þegar ég er sem olíumest á T-svæðinu er lítið annað að gera en að draga fram púðrið til að losna við allan glansinn. Ég hef verið að velja mín púður mjög vel þar sem ég vil ekki virka mjög púðurkennd en ég vil púður sem er létt og situr ekki eins og filma ofan á farðanum.
Þetta púður er akkurat þannig, það er svo létt að það létt fellur ofan á húðina og losa um glans og olíu. Það gefur fallega silki áferð en púðrið sem inniheldur ljómann býr til fallegan ljóma á húðina sem endurkastast með birtu, ljóminn er ekki eins “highlighter” en hann tekur í burt allan óþarfa glans og skiptir því frekar út fyrir heilbrigðan ljóma.

LANCOME TEINT IDOLE ULTRA WEAR STICK BLUSH

Ég elska kremkinnaliti og ég varð því að prófa nýju krem kinnalitina frá Lancome. Þessi litur öskraði á mig, hann heitir “Daring Peach” og er númer 2. Liturinn er fullkominn ferskjutónn og er gullfallegur fyrir sumarið. Hann gefur léttan en fallegan lit sem lætur mann virðast vera vel fersk og útitekinn. Formúlan er einstaklega kremu, létt og auðvelt að setja kinnalitinn á húðina og byggja hann upp. Mér finnst best að nota hann í bursta og dreyfa úr honum á þann hátt en auðvelt er að bera stiftformið beint á húðina.
Einn af mínum allra uppáhalds í dag.