DIOR CAPTURE TOTALE

Færslan er unnin í samstarfi við Dior á Íslandi

Að finna rakakrem eða húðvörur yfir höfuð sem henta manni fullkomlega er eins og eignast nýjan besta vin ! Ok kannski mjög dramatískt en mér líður samt yfirleitt þannig.
Eins og fram hefur komið á blogginu hjá mér og Instagram þá hef ég verið mikið að nota undanfarið vörur frá Dior, bæði húð og förðunarvörur en í lok febrúar, byrjun mars minnir mig fékk ég að prófa krem frá Dior úr Capture Totale línunni. Mig hefur lengi langað að prófa krem úr þeirri línu og fékk ég loks tækifæri til

Ég gaf mér góðan tíma til að prófa kremið en ég varð svo hrifin um leið !!
CAPTURE TOTALE SUPER POTENT RICH CREME er rakakrem sem er sérstaklega þróað til að viðhalda rakanum í húðinni en þegar við eldumst þá missum við rakann úr húðinni smátt og smátt og án hans hægist verulega á endurnýjun húðarinnar, saman mun þetta leiða til frekari öldrunareinkenna á húðinni.
Capture Totale kremið sér til þess að húðin viðhaldi raka sínum, það er stútfullt af raka og næringaríkum innihaldsefnum. Kremið leggst á húðina eins og silki en það myndar enga fituga filmu á húðinni. Með reglulegri notkun verður húðin svo mjúk og þéttleiki hennar eykst töluvert.

Ég er svo hrifin af kreminu, ég hlakkaði til á hverju kvöldi að bera það á mig.
Ég skrifaði á síðasta ári um Dior Capture Totale serumið en það hefur reynst mér afar vel, hægt er að lesa um það hér, núna þarf ég að prufa fleiri hluti úr línunni en ég hef heyrt svo frábæra hluti um línuna í heild.