
Færslan er skrifuð í samstarfi við L’occitane
Fyrir nokkrum vikum fékk svo skemmtilega gjöf frá L’occitane en í þeim pakka leyndist nýjungar í Imortelle línunni og Reset – báðar línur sem ég held mikið upp á.
Ég hef gefið mér góðann tíma til að nota vörurnar vel áður en ég skrifaði þessa færslu til að gefa sagt einnig frá má minni reynslu á vörunum.
IMMORTELLE RESET TRIPHASE ESSENCE

Þessi vara kom mér svo skemmtilega á óvart. Þetta er rakavatn / rakasprey sem er þrífasa, sem þýðir að það er þrískipt. Það viðheldur náttúrulegu jafnvægi húðarinnar og styrkir varnarvegg húðarinnar á yfirborðinu. Formúlan veitir húðinni mjög heilbrigðan og fallegan ljóma og auðvitað fullt af raka.
LJÓMI – JAFNVÆGI – STYRKUR
Rakaspreyið inniheldur Immortelle ilmkjarnaolíu en hún er full af andoxunarefnum og verndar húðina gegn utanaðkomandi áreiti. Spreyið inniheldur einnig góðgerla af náttúrulegum uppruna en þeirviðhalda jafnvægi í húðinni, koma í veg fyrir að slæma örverur hafi skaðleg áhrif og gefa húðinni heilbrigðan ljóma.
Til að skilja aðeins betur hvernig spreyið virkar þá verðum við að skilja hvað varnarveggur húðarinnar er. Hann er eins og múrveggur sem liggur efst á húðinni, hann verndar húðina gegn öllum bakteríum og öðrum óhreinindum meðal annars. Því sterkari varnarvegg því heilbrigðari er húðin í rauninni. Varnarveggur sem hefur verið skaðaður getur verið þurr, líflaus, með fínar línur (sem koma frá þurrki) bólur, með bakteríumyndun og fleiri húðvandamál. Varnarveggurinn getur skaðast með röngum húðvörum, veðurfari, stressi, litlum svefn svo dæmi séu tekin en að næra húðina reglulega með góðum raka og innihaldsefnum sem róa húðina mun koma til með að styrkja varnarvegg húðarinnar. En það er rakaspreyið einmitt að gera – næra og róa húðina og gera hana eða viðhalda heilbrigði hennar.
Formúlan samanstendur af 2 olíulögum og 1 vatnslagi sem gerir það að verkum að hún smýgur hratt í húðina en vinnur einnig mjög vel á yfirborði þess um leið. Spreyið samanstendur af 2 olíulögum og 1 vatnslagi sem gerir það að verkum að formúlan smýgur hratt en mjúklega inn í húðina.
Hrista þarf flöskuna fyrir notkun en það má nota það á hreina húð, undir og yfir farða eða hvenær sem er yfir daginn. Einnig er hægt að nota það sem andlitsmaska en spreyja þarf spreyinu á húðina eftir hreinsun, notaður er sérstakur margnota andlitsgríma sem bleytt er upp úr heitu vatni. Saman mun maskinn hjálpa vörunni að komast dýpra í húðina og næra hana enn frekar. Auðvelt er að þrífa andlitsgrímuna og nota hana aftur.
Ég er mjög hrifin af þessari vöru en spreyið er svo létt á húðinni. Ég hef notað það kvölds og morgna og jafnvel yfir farða einstöku sinnum. Til er ferðastærð af vörunni sem ég þarf að næla mér í til að hafa vöruna með mér á ferðinni !
Mæli með fyrir alla sem þurfa smá extra í húðina, hvort sem þig skortir raka eða bara léttan ljóma.
Immortelle Divine Eye and Lip Contour

Nýtt og endurbætt augnkrem sem inniheldur ofurseyðið Immortelle en það er náttúruleg arfleið retinól. Augnkremið og retinólið saman mun kom til með að auka fyllingu húðarinnar sem sléttir úr hrukkum.
Með reglulegri notkun kemur kremið til með að vinna á öldrunareinkennum í húðinni í kringum augu og varir. Það dregur úr línum og kemur í veg fyrir að húðin missi þéttleika sinn.
Ég hef verið að nota kremið á varirnar en ég hef aldrei notað neitt sérstakt krem fyrir varirnar. Ég á erfitt með að segja til um hvort kremið sé að gera það sem það segist vera gera eingöngu vegna ég hef í raun engar línur í kringum í varir en ég finn að það hefur gefið mér mikinn raka og þar sem ég þekki vel til annarra vara í línunni þá er ég viss um að þetta sé góð til að vernda húðina gegn öldrunareinkennum. Ég er mjög spennt að prófa kremið frekar undir augun og ætla gera það fljótlega
Vörurnar eru fáanlegar hjá L’occitane
