Besti farðinn varð örlítið betri

Fyrir nokkrum vikum fór ég á viðburð hjá Shiseido þar sem nýji Synchro Skin farðinn var kynntur. Ég hafði lengi beðið eftir þessum farða en Synchro Skin farðinn er einn af mínum uppáhalds. Í þetta sinn fáum við að sjá ljómandi útgáfu af farðanum og þið getið ímyndað ykkur spennuna mína þar sem ég er mjög hrifin af ljómandi förðum.

Synchro Skin Radiant Lifting Foundation er algjörlega ný viðbót í Synchro Skin línuna en farðinn hefur miðlungs þekju sem auðvelt er að blanda og byggja upp. Farðinn gefur svo fallega áferð á húðina og hefur svo einstakan ljóma sem endurspeglast við hvaða birtu sem er. Ég hef prófað farðann með nokkrum ólíkum burstum og fyrir mig fannst mér best að nota bursta sem gefur létta áferð en þannig fannst mér ég fá fallegustu útkomuna. Farðinn endist frá morgni til kvölds!

Með honum kom farðagrunnur, SOFT BLUR PRIMER en hann inniheldur ekki olíu eða sílikon. Farðagrunnurinn hefur einnig þann eiginleika að ljós endurkastast af húðinni og þannig virðist húðin vera sléttari og laus við fínni línur. Ég hef einnig prófað farðagrunninn margoft og hef sérstaklega prófað að para honum með öðrum förðum til að sjá hvernig hann vinnur með öðrum vörum. Grunnurinn kom mér á óvart í hvert skipti og er alltaf skotheldur. Hann situr svo vel á húðinni, býr til svo gullfallegan grunn á húðinni og lætur farðann endast svo vel og svo lengi.

Nýju vörurnar stóðust allar mínar væntingar og mun betur en það, ég er svo hrifin af nýju viðbótinni en þetta er farðinn sem ég leitast orðið í þegar ég vil lýtalausa áferð sem endist og endist.