Dior Hydra Life Extra Plump Smooth Balm Mask

Færslan er unnin í samstarfi við Dior á Íslandi

Ég var alltaf mjög dugleg að nota góða andlitsmaska regulega, dekra við húðina mína, það skilaði sér vel enda var húðin mín þá í frábæru standi. Hún er nú samt ekki slæmu standi í dag, í raun er hún í mjög góðu standi núna en maskarnir höfu mjög góð áhrif á húðina mína, gáfu mér smá extra. Eftir að Mikki fæddist hef ég ekki verið eins dugleg, maður nýtir hverja mínútu að sinna öðrum heimilisverkum og vinnu þegar hann hefur sofið og á kvöldin vill maður helst bara fara upp í rúm þegar börnin eru sofnuð. Ég finn samt hvað ég þrái þetta extra dekur og hef tekið meðvitaða ákvörðun að vera aðeins duglegri núna.

Fyrir nokkrum vikum fékk ég maska að gjöf frá Dior, Dior Hydra Life Extra Plump Smooth Balm Mask en þetta er maski sem ég hef notað alveg gríðarlega mikið síðan.
Maskinn er svo þæginlegur í notkun en hann er borin á húðina og leyft að vera í smá stund, eftir er umfram maskinn þrifinn burt en restina má nudda vel inn í húðina. Ég set maskann oft á mig á morgnana og þrífa hann ekki af fyrr um hádegið en mér finnst hann svo nærandi og góður. Svo þæginleg lausn þegar maður er á fullu hérna heima og hefur ekki tíma til að dúllast inn á baði.

Maskann má nota 2-3x í viku og hentar hann öllum húðgerðum.
Hann inniheldur olíur og önnur nærandi innihaldsefni sem gefa húðinni svo þéttandi og stinnandi áhrif á yfirborð hennar. Húðin verður einnig silkimjúk.

Svo einfalt en gott dekur