Mínar mest notuðu vörur frá Charlotte Tilbury

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem fylgja mér á Instagram hve mikið ég er hrifin af Charlotte Tilbury vörunum.

Mér finnst þær allar svo ótrúlega subtle, fallegar og kvenlegar !
Ég á mér nokkrar vörur sem ég nota líklegast daglega (eða s.s. þegar ég mála mig) sem mig langaði að deila með ykkur.
Allar Charlotte Tilbury vörurnar sem ég hef eignast hef ég pantað sjálf hjá Cult Beauty eða Selfridges.

HOLLYWOOD CONTOUR WAND

Mér er óhætt að segja að þetta sé mín mest notaða vara frá Charlotte. Ég er á minni annarri túpu núna en sý fyrsta entist mér furðu lengi þrátt fyrir mikla notkun. Ég gríp mest í þessa skyggingarvöru. Formúlan er létt, mjög auðveld að blanda, liturinn er gullfallegur og blandast svo vel inn í hvaða farða sem er. Mér finnst þessi vara vera líka mjög “beginner friendly” þú getur vel stjórnað hve mikla þekju þú vilt.
Ég nota litinn Fair/Medium

HOLLYWOOD FLAWLESS FILTER

Ég get ekki lifað án þess að eiga Hollywood Flawless Filter.
Undantekningalaust fer þessi vara undir farða hjá mér, hún er einnig mjög falleg ein og sér. Best finnst mér að nota hana á kinnbeinin og fyrir ofan farir en það má nota hana á allt andlitið. Hún býr til svo fallegan ljóma sem er svo náttúrulegur. Einnig má nota Hollywood Flawless Filter yfir farða, það er hægt að leika sér endalaust með þetta.
Ég nota lit nr 3

LIP CHEAT – ICONIC NUDE

Einn af mínum uppáhalds varablýöntum. Ég vil varablýant sem er mjúkur, litsterkur og endist vel. Varablýantir frá Charlotte tilbury eru einmitt þannig. Uppáhalds liturinn minn er Iconic Nude. Hann er fallega brúntóna litur sem er ekki of dökkur en ekki of ljós heldur. Ég nota hann mjög oft bara einan og sér, auðvelt er að byggja inn upp fyrir meira intense lúkk og hann fittar með öllum Nude varalitum.

FILMSTAR BRONZE & GLOW

Einstaklega falleg paletta sem innheldur púður skyggingarlit og ljóma púður. Skyggingalitinn nota ég jafnvel með Contour Wand skyggingar vörunni. Ég nota hann líka mjög mikið þegar ég er lítið máluð og vil helst vera með náttúrulega en litla skyggingu. Skyggingarliturinn er einnig fullkominn til að skyggja augunn enn frekar. Ljómapúðrið er gullfallegt ! það er eitt af mínu uppáhalds ljómapúðrum, ég nota það ótrúlega mikið – í flest allar farðanir, kinnbeinin, fyrir ofan varabogann. Mér finnst líka áferðin á púðrunum einstaklinga falleg. Vörurnar gefa ekki frá sér mikla púður áferð.

OVERNIGHT BRONZE AND GLOW MASK

Ég held ég hafi aldrei nefnt þessa vöru áður en hún er mér algjörlega ómissandi líka. Ég nota hana alltaf þegar ég er að fara eitthvað fínt daginn eftir og vil að húðin verði spot on.
Hann gefur húðinni minni alltaf óaðfinnanlega brúnku, brúnku sem er svo heilbrigð, svo ljómandi og svo falleg. Farðinn er alltaf svo fallegur undir daginn eftir. Maskinn er næturmaski, áferðin á honum er frekar létt og þæginleg. Hann gefur einnig góðann raka líka. Ég set maskann á mig eftir rakakremið og sef með hann yfir nóttina