Hvað veist þú um La Mer?

Færslan er skrifuð í samstarfi við La Mer á Íslandi

Ég hef verið að prófa mig áfram með La Mer vörur síðan seint á síðasta ári, ég hef alltaf verið forvitin um virkni varanna, söguna bakvið merkið og hvernig mér gæti líkað þær.
Áður en ég segi ykkur aðeins frá vörunum sjálfum þá langar mig að segja aðeins frá merkinu, hvað það stendur fyrir.

Það var Dr. Max Hüber sem hlaut mikinn bruna og skaða á hönd í tilraunum á ransóknarstofu. Hann fann enga vöru sem kom til með að vinna vel á að endurnýja húðina hans eftir brunann.
Hann vissi þó að í sjónum væri að finna eitthvað sem hefði endurnýjandi áhrif á húðina.
Í Kyrrahafinu fann hann “Marcocystis Pyrifera” sem er akveðin tegund af þara, síðan þá hefur þessi þari verið notaður í allar La Mer vörur í dag.

Frá því Max fann þarann í Kyrrahafinu hófust fjölda rannsóknir, 6000 rannsóknum síðar og 12 árum kom loks fyrsta kremið, Creme de la Mer en formúlan sem kremið innihélt var það sem kom til með að endurnýja loks húðina á Max eftir brunann.

La Mer hefur ákveðna lykilblöndu sem finna má í öllum þeirra vörum. Blandan er kölluð “The Miracle Broth” Þessi blanda er það sem gerir La Mer meðal annars að einstöku vörumerki.
Blandan inniheldur meðal annars Marcocystis Pyrifera þarann sem týndur er með berum höndum og síðan færður sérstaklega á rannsóknarstofu La Mer. Þar fer hann í gegnum gerjun ásamt öðrum innihaldsefnum sem er að finna í The Miracle Broth formúlunni (meðal annars Vítamín C, E og B12, sítrus olía, Ecualyptus, sólblóm, alafa, járn, magnesíum, kalsíum….)

Ferlið tekur um 3-4 mánuði og með tímanum verður formúlan mjög áhrifarík. Gæðin og ferlið sjálf er það sem skiptir mestu máli í framleiðslu La Mer en það er að að sjálfsögðu það sem veitir húðinni besta ávinningin.

La Mer er vistænt vörumerki. Hver einasti dropi er vel nýttur en þegar nýr skammtur af The Miracle Broth er búinn til er notaður afgangsdropar af eldri skömmtum með. Einngi er nýtt við ákveðin ljós og tónlist sem sendir frá sér sérstakar bylgjur sem eiga að veita ákveðna orku.

Áhrifin á vörunum er fyrst og fremst að vinna vel á þurrki, veita raka og mýkt. Þær eru allar mjög áhrifaríkar gegn ótímabærri öldrun líka

Ég tók sérstaklega vel eftir því þegar ég fór í Dermapen á dögunum, litlar örnálar er stungið djúpt í húðina en strax á eftir er húðin fremur rauð og ert og mikilvægt er að næra sig vel með góðum rakakremum. Ég sótti strax á Moisturizer Soft Cream frá La Mer og þvílík áhrif sem það hafði.

Mínar uppáhalds vörur:

THE CLEANSING OIL
Léttur olíuhreinsir sem hreinsar burt allann farða, sólarvörn og umfram óhreinindi.
THE MOISTURIZING CREAM
Mjög rakagefandi rakakrem sem nærir húðina, veitir henni miklum raka, þéttir hana og viðheldur hennar heilbrigði.
Þetta er allra besta augnkrem sem ég hef prófað. Formúlan er létt, gerir augun ekki þrútin. Það birtir verulega upp augnsvæðið, dregur úr fínum línum og veitir góðann raka. Stál ásetjarinn er himneskur.