apríl: Mínar uppáhalds vörur (Skincare og Makeup)

Það er komið aftur að þessu, ég held þetta verði bara fastur liður mánaðarlega, mánuðurinn er svo fljótur að líða að mér finnst ég vera nýbúin að skrifa svona blogg.

SKINCARE

MÁDARA MELTING CLEANSING OIL

Frábær hreinsiolía sem hreinsar burt farða á ótrúlega áhrifaríkann hátt. Olían er fremur stöm í byrjun en það skal nudda henni á þurrt andlitið í byrjun. Þegar vatn kemst í snertingu við formúluna breytist hún í fremur létt og mjólkurkennda áferð sem bræðir burt allann farða og sólarvörn af húðinni.
Hreinsirinn hentar öllum húðgerðum
Fæst hjá Beautybox og Heilsuhúsinu

MÁDARA DERMA COLLAGEN HYDRA FILL FIRMING SERUM.

Ég var búin að hafa þetta serum á óskalistanum en vissi í raun ekki við hverju ég átti að búast. Serumið er fremur þykkt í áferð fyrir önnur serum sem ég er vön að nota, hinsvegar dregur það sig hratt og vel inn i húðina. Serumið er dásamlegt á húðinni, það veitir góðann raka og næringu, það hefur einnig mjög góð og þéttandi áhrif. Mér fannst húðin verða aðeins meira plumped eftir nokkrar vikur af notkun en ég er enn að nota serumið samhliða öðru.
Fæst hjá Beautybox og Heilsuhúsinu

BOBBI BROWN VITAMIN RICH EYE BASE

Rakakremið hefur verið vinsælt meðal förðunarfræðinga í fjölda ára, það ætti einnig heima á þessum lista en valið var mjög erfitt. Ég valdi augnkremið í staðinn en það er eins og gott vítamín búst fyrir augnsvæðið. Það veitir samstundis góðann raka og næringu en er fullkominnn grunnur undir farða. Kremið er frekar þykkt í áferð en áferðin er svo einstök að hún er mjög þæginleg á augnsvæðinu. Ég nota þetta augnkrem alltaf þegar ég vil vera mikið máluð og vantar extra mikla næringu, einnig hef ég gripið mikið í það þegar mér finnst mig vanta meira búst og meiri raka.
Fæst hjá Beautybox

MAKEUP

LANCOME BLUR & GO STICK

Þetta fékk ég fyrir nokkrum vikum að gjöf frá Lancome og ég hef notað það síðan. Ég er afar hrifin af mattandi primer á einstök svæði, ég vil síður nota þau um allt andlitið svo stifti líkt þessu hentar mér fullkomlega. Stiftið er semsagt bundið þeim eiginleikum að draga úr glansi og fitu af húðinni, en það kemur einnig í veg fyrir að glans myndist undir farðanum. Ég nota það mikið áður en ég farða mig á T-svæðið.
Fæst í Hagkaup

SHISEIDO SYNCRHO SKIN SOFT BLURRING PRIMER

Shiseido heldur áfram að toppa sig en ég var að hugsa um það þegar ég var að ákveða hvað ég ætti að skrifa um hvað Shiseido hefur umbreytt förðunarvörum sínum með hvelli, vörurnar eru svo ótrúlega einstakar, svo þróaðar og skemmtilegar. Þessi farðagrunnur er nýr hjá þeim og er engin undartekning. Hann er þróaður með þeim eiginleikum að að endurspegla ljós sem fellur á húðina og fela þannig allar misfellur og fínar línur. Farðagrunnurinn gefur húðinni fallega áferð fyrir farðann og farðinn endist ótrúlega vel. Eg hef prófað hann með öðrum förðum en Shiseido og hann parast vel saman við marga aðra. Er án Sílíkón og Alkahóls.
Fæst hjá Beautybox og Hagkaup

MAC PRO LONGWEAR CONCEALER

Það er svo gaman þegar maður fer að grípa í gamlar vörur aftur. Ég notaði þennan hyljara svo mikið fyrir nokkrum árum en með tilkomu nýrra vara og vörumerkja þá fara gömly hlutirnir að gleymast, ég greip í hann fyrir tilviljun um daginn og hef notað hann svo mikið síðan. Hann gefur svo mikla og góða þekju, þekjan er þó svo falleg og liggur svo vel á húðinni. Mér finnst ég ekki þurfa að púðra mig eins mikið eftir þennan hyljara sem er góður plús. Hann er þó of þungur fyrir mig undir augun en hann er fullkominn á hökuna og enni þar sem ég vil lýsa upp og hylja.
Fæst í Mac Smáralind og Mac Kringlu