BLOW.DRY Með Kevin.Murphy

Færslan er unnin í samstarfi við Kevin.Murphy á Íslandi

Ég fékk svo flottann PR pakka frá Kevin.Murphy og ég hef verið svo spennt að segja almennilega frá honum. Ég vildi gefa mér smá tíma (sem er ekki ólíkt mér) til að prófa vöruna og sérstaklega þessa þar sem ég þurfti að ná smá tökum á henni.

Ég er mikill aðdáandi Kevin.Murphy og vörurnar hafa heillað mig algjörlega og henta mér ótrúlega vel. Ég var því mjög spennt þegar sá nýjungarnar en það er heil lína sem heitir BLOW.DRY

BLOW.DRY línan inniheldur 4 blástursprey. Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram með blástursburstum og rúllum og var þessi gjöf alveg kærkomin því hún gaf mér smá spark í rassinn til að æfa mig enn frekar. Ég viðurkenni ég er ekki alveg búin að ná tökum á þessu en ég trúi því að þetta kemur, ég er bara svo þrjósk að ég vil mastera allt strax, helst bara fá einkatíma !

Það sem mér finnst skemmtilegt við spreyin eru að á hlið hverrar vörur eru þær merktar með ólíkum táknum sem sýnir hvert hlutverk viðkomndi blásturspreys er en þó eru öll ólík.

BLOW.DRY EVER.BOUNCE

Formúlan verður virk við hita hárblásarans. EVER.BOUNCE er sérstaklega ætluð til að gefa krulluðu hári fallegri áferð og temur allt frizz. Hárið er varið fyrir raka og hárblásturinn endist betur. Efnið getur hjálpað til að mynda fallega liði, beach waves sem endast betur. Ég hef verið að leika mér aðeins með þetta sprey og setja hárið upp í rúllur. Æfingin er öll að skila sér smátt og smátt.

BLOW.DRY EVER.THICKEN

EVER.THICKEN gefur hárinu þykkingu og fyllingu, hentar vel fyrir hár sem er létt og þunnt. Efnið verður einnig virkt við hita hárblásaranns en mér hefur fundist best að blása hárið örlítið, síðan skipti ég hárinu í nokkra hluta og spreyja í þann hluta fyrir blástur.

BLOW.DRY EVER.LIFT

Þetta blástursprey hef ég notað mest af þeim fjórum en það á að gefa fyllingu í hárið. Ég hef spreyjað því vel í rótina en ég vil mikla fyllingu við rótina og toppinn. Elska hve létt það er og þyngir hárið ekki á neinn hátt, einnig gerir það hárið mjúkt og fyllingin í hárinu endist ótrúlega vel.

BLOW.DRY EVER. SMOOTH

Ég hef einnig notað EVER.SMOOTH mikið en það hefur einnig mjög létta formúlu sem býr til svo fallega og einstaklega mjúka silkiáferð á hárið. Það býr ekki til volume heldur sléttir það meira úr hárinu og temur allt frizz. Ég hef lítið sléttað á mér hárið eftir ég fékk þessa vöru og nánast bara blásið það upp úr þessu þegar ég vil hafa það súper slétt.

Allar vörurnar eru lausar við súlfat, paraben og eru cruelty free.