Einföld notkun á Vítamín C

Færslan er skrifuð í samstarfi við Mádara á Íslandi

Ég fékk skemmtilega fyrirspurn um daginn á Instagram hjá mér en spurning var sú, hvort hægt væri að nota Vítamín C á húðina án þess að þurfa vera með auka vöru eða lengja húðrútínuna um auka skref. Semsagt eitthvað fljótlegt, einfallt, vara sem maður kæmi ekki til með að gleyma að nota.

Ég fór strax að hugsa um rakakremið sem ég hef verið að nota frá Mádara – Vitamin C Illuminating Cream. Þetta krem hef ég verið að nota núna daglega í nokkrar vikur og líkar það ótrúlega vel. Kremið er frekar þykkt í áferð (sem ég elska) en ekki of þykkt að það liggji hreinlega á yfirborðinu. Það er ótrúlega rakagefandi og það inniheldur Vítamín C.
Vítamín C og önnur andoxunarefni eru ótrúlega mikilvæg húðinni okkar en í umhverfinu ráðast sindurefni í húðina okkar. Sindurefni ráðast á DNA, fitusýrur og brjóta það niður og slíkar skemmdir geta leitt til hraðar öldrunareinkenna í húðinni. Flest andoxunarefni og vítamín c þar á meðal eru sindurvarin, það þýðir að þau verndi húðina gegn þessum skaðlegu sindurefnum sem finnast í umhverfinu. Þau vernda húðina gegn ótímabærri öldrun ef þessi innihaldsefni eru notuð daglega. Hálfgerð húðvörn gegn umhverfinu.

Vítamín C er til í allskonar formum, serumi, hreinni formúlu sem nota má eina og sér, bæta í út í rakakremið, möskum, andlishreinsum – hvað eina. Ótal margir vilja styðjast við einfalda rútínu og þegar auka þarf skrefin í húðrútínu með auka vöru eiga margir til að gleyma henni og árangurinn verður lítill.

Mér finnst þess vegna Vítamín C rakakremið frá Mádara svo mikil snilld. Ef það er eitthver húðvara sem við flest notum er það rakakremið. Svo Vítamín C rakakremið frá Mádara er stútt fult af Vítamín C. Þú færð góðann raka og góða vörn gegn skaðlegum umhverfisáhrifum um leið. Með reglulegri notkun mun Vítamín C einnig birta húðina og veita henni náttúrulegan og heilbrigðan ljóma.
Ekkert aukaskref og engin auka vara.

Kærastinn minn hefur verið að stelast í kremið mitt (sem mér þykir mjög góð meðmæli þar sem hann er mjög smámunasamur á rakakrem) en hann hefur haft mjög góð orð um hve mjúk húðin hans er. Honum líkar það mjög vel.

Kremið hentar öllum aldri og öllum húðgerðum.
Það er fáanlegt í öllu helstu Lyfju verslunum og Beautybox.is