Næring og hámarksárangur með Dior

Færslan er unninn í samstarfi við Dior á Íslandi

Dior heldur sífellt áfram að koma fram með nýjungar en í þetta skiptið eru það gamlar vörur með nýjum formúlum.
Núna er komið í verslanir tvær vörur sem ég hef haldið mikið upp á en ég fékk forskot á sæluna fyrir nokkrum vikum síðan og hef verið að nota þær siðan.

DIOR SHOW MAXIMIZER 3D

Þessa vöru notaði ég mikið fyrir nokkrum árum og er einstaklega glöð að vera byrjuð að nota hana aftur.
Maximizer 3D er maskara primer – serum – búst. Já, allt þetta. Maximizer hjálpar augnhárunum að verða heilbrigðari og sterkari dag eftir dag. Varan er notuð undir maskarann sem þú notar en það hjálpar einnig maskaranum að endast betur, augnhárin verða lengri, þykkari og sveigðari. Maximizer 3D hefur núna nýja og endurbætta formúlu en í formúlunni er einnig serum sem gefur augnhárunum mikla næringu.
Ásetjarinn er úr gúmmí og hefur einstaklega góða greiðu, að para Maximizer 3D með Diorshow Iconic maskarnaum (mínum allra uppáhalds Dior maskara) mun gefa þér flawless augnhár !!

LIP GLOW

Ég elska varasalva, er örugglega með þá út um allt hús, í öllum töskum. Dior Lip Glow er varasalvi sem er fullkominn með makeuppinu. Varasalvinn er einstaklega léttur, gefur mikla næringu en inniheldur fallegan lit. Lit sem endist líka vel á vörunum. Varasalvann má nota einnig sem grunnur undir aðra varaliti, ég valdi mér tvo liti, meðal annars einn litlausann og hann hef ég verið að nota mikið undir aðra varaliti til að næra varirnar og undirbúa þær. Formúlan er enn betri en áður en hún innniheldur meðal annars mangó-smjör sem sér um að næra varirnar og veita þeim raka í 24 klukkustundir.
Litirnir eru allir gulllfallegir en ég valdi mér meðal annars rauðan – mauvie lit sem ég er svo skotin í.
Nýjir litir hafa bæst við og formúlan er betri en áður

Vörurnar eru komnar í Hagkaup.