Mínar uppáhaldsvörur frá Dior

Færslan er unnin í samstarfi við Dior

Undanfarið hef ég verið að endurnýja kynni mín við Dior og er vægast sagt svo hrifin, vörurnar henta mér svo ótrúlega vel, bæði húð- og snyrtivörurnar. Dior hefur verið frekar áberandi á Instagram hjá mér enda eru þær mikið notaðar hjá mér dagsdaglega. Ég fæ reglulega spurningar út í vörurnar svo mér datt í hug að skrifa aðeins um mínar uppáhalds Dior vörur.

DIOR CAPTURE YOUTH PLUMP FILLER

Ég hef notað þetta serum mikið – ég nota það sérstaklega mikið undir önnur serum, það hefur frekar þunna áferð svo það dregur sig vel inn í húðina og hentar því vel undir önnur þykkari serum. Serumið er stútfullt af rakagjöfum sem að þétta húðina. Serumið inniheldur ólíkar stærðir af sameindum en það þýðir að serumið veitir húðinni ekki bara raka á yfirborðinu heldur líka í dýpri lögum. Það er ríkt af andoxunarefnum og gerir húðina einstaklega ferska.

DIOR CAPTURE TOTALE SUPER POTENT RICH CREME

Þetta er í dag mitt allra uppáhalds rakakrem. Það er afar þétt í sér, frekar þykkt en það hefur ekki stíflað mína húð (kem ekki til með að segja það sé ekki stíflandi þar sem engin vara er ekki stíflandi fyrir alla)
Kremið er svo þæginlegt í notkun en mér hlakkar alltaf til þegar ég nota það, það skilur ekki eftir sig neina filmu á húðinni eins og svo mörg krem og húðin verður svo fullkomlega þétt í áferð eftir það. Það er mjög nærandi og mýkir húðina töluvert.

DIOR CAPTURE TOTALE SUPER POTENT EYE SERUM

Ég átti svo erfitt með að velja fáar vörur til að skrifa um en þó svo ég hafi ekki notað þetta augnkrem ti lengri tíma þá varð ég að nefna það. Það er svo létt og gott á augnsvæðið, ásetjarinn er uppáhaldið mitt en hann helst svo ískaldur og að nota hann er algjör lúxus. Hann eykur blóðfæðið til muna og dregur svo vel úr þrota. Fullkomið á morgnana.

DIOR FOREVER NATURAL NUDE FOUNDATION

Þessi farði var ekki lengi að lenda í topp sætunum en ég hef notað hann svo mikið síðan ég fékk hann. Hann er fullkominn dagsdaglega og í vinnunna. Hann er léttur en með einstaklega fallega þekju, fallegan ljóma sem er svo náttúrulegur og hann endist ótrúlega vel allan daginn.

DIOR FOREVER SKIN VEIL SPF 20

Ef það er einhver farðagrunnur sem er mjög “basic” – rakagefandi, eykur endingatíma farðans, jafnar áferð húðarinnar og lit hennar. Þá er það þessi. Hann hentar öllum húðgerðum, öllum aldri og er frábær með öllum förðum. Það flækist fyrir mörgum hverskonar farðagrunna þau eiga að nota en ég gæti mælt með þessum fyrir alla.

DIOR FOREVER SKIN CONCEALER

Mig langaði að setja svo miklu fleiri vörur hérna inn, varalitina, varablýantana, glossin. púðrið.. ég gæti haldið endalaust áfram en ég varð að nefna hyljarann. Ég nota hann á hverjum einasta degi. Þetta er eini hyljarinn sem ég hef geta notað bæði undir augun og á önnur svæði á andlitið (vanalega er ég alltaf með ákveðin hyljara fyrir augnsvæði og annan fyrir önnur svæði andlits)
Svo að geta notað hann á öll svæði andlits segir mjög mikið. Hann er léttur en vel þekjandi. Áferðin er mjög falleg og blandast vel með hvaða farða sem er.