Augnkremið sem vekur mig á morgnana

Færslan er skrifuð í samstarfi við Dior

Dior Capture Totale Super Potent Eye Serum er orðin ómissandi vara í minni rútínu.
Ég var gríðarlega spennt þegar ég heyrði um hana fyrst og þegar ég sagði frá henni á Instagram voru viðtökurnar svo góðar, ég fékk sendar fullt af myndum frá þeim sem nýttu Tax Free afsláttinn og keyptu augnkremið, ekkert skemmtilegra.

Ég hef verið að nota þetta krem núna daglega síðan ég fékk það fyrst en það er rúmur mánuður – ég reyni að miða við að nota vörur í að minnsta kosti mánuð áður en ég get myndað mér fulla skoðun af þeim og sagt ykkur frá.

Dior Capture Totale augnserumið hefur létta áferð sem mér finnst dásamlegt fyrir augnkrem, sérstaklega á morgnanna. Formúlan er þróuð til þess að draga úr þrota, birta undir augnsvæðinu og vinna á ótímabærri öldrun þegar það er notað reglulega. Ásetjarinn er mjög einstakur en Dior hefur einkaleyfi á honum. Hann passar ótrúlega vel undir augnsvæðið og má nota alveg upp að augabrún til að draga úr öllum þrota sem myndast á öllu augnsvæðinu. Ásetjarinn helst kaldur og mér líður eins og ég sé að nota Gua Sha stein á augnsvæðið þegar ég nota kremið. Augnsvæðið verður strax frískara, bjartara, blóðflæðið fer á fullt og það dregur verulega úr öllum bólgum og þrota.

Þar sem varan er augnserum er áferðin létt og má nota það undir önnur augnkrem. Persónulega finnst mér það óþarfi og ég hef látið duga vel að nota það eitt og sér.

Augnserumið er fáanlegt á sölustöðum Dior.