
Færslan er skrifuð í samstarfi við Kevin.Murphy
Ég þráði mikla breytingu um daginn og ákvað að klippa verulega af því þegar ég fór síðast í klippingu og klippti á mig líka styttri topp. Tók smá stund að venjast og læra að vinna með toppinn en ég er mjög ánægð með breytinguna.
Ég alltaf að reyna vera duglegri að greiða hárið mitt, gera eitthvað með það í stað þess að vera alltaf eins og eftir að ég klippti það hef ég verið aðeins duglegri en mér langaði að deila með ykkur mínum mest notuðu hárvörum sem ég gríp oftast í og eru mér ómissandi núna.
BEDROOM.HAIR

Ég elskaði þetta áður en ég elska þetta eiginlega meira núna eftir að ég lét búa til meiri topp. Ég nota orðið mikið blástursbursta til að fá góða fyllingu í toppin. Mér finnst þetta sprey ómissandi þegar ég vil ná að stjórna toppnum og greiða hann ákveðið, þá hjálpar þetta mér að móta toppin eins og ég vil hafa hann.
Bedroom.Hair er í raun mótunar-hársprey. Það er einstaklega létt og þyngir ekki hárið.
BLOW.DRY EVER.BOUNCE

Mín allra uppáhalds blástursvara þessa dagana. Ég hef verið mjög dugleg að æfa mig með blástursburstann og hárrúllurnar og hefur gengið mjög vel. Ég nota þetta blástursprey mjög mikið þegar ég móta toppin og stytturnar í kring þegar ég vil búa til létta liði með blástursburstanum. Efnið hjálpar sérstaklega til við að mynda fallega liði eða beach wavs sem endast, það var einnig hárið fyrir raka, áferðin verður fallegri og kemur í veg fyrir frizz.
FRESH.HAIR

Þetta er mín allra mest notaða hárvara. Fresh.Hair er þurrsjampó, það hefur þyngdarlausa formúlu og litar ekki hárið af hvítu dufti þegar það er notað. Ég hef ekki prófað betra þurrsjampó! Það sem ég elska sérstaklega við það er að hárið mitt er frekar þungt en ég finn vel að það er aldrei þyngra eftir notkun af Fresh.Hair, einnig verður það ekki stamt eða kekkjót (sem mér finnst oft verða af þurrsjampóum) Það býr til fallega og létta fyllingu í hárið sem er líka góður plús.
YOUNG.AGAIN MASQUE

Ég er að reyna að vera duglegri að næra hárið mitt og dekra meira við það. Svo ég er byrjuð að temja mér þann vana að setja í mig hármaska 1x í viku til tveggja vikna fresti. Ég tími orðið ekki að sleppa því þar sem hárið mitt verður alltaf svo dásamlega mjúkt og fallegt eftir maskann. Young.Again hármaskinn er að gefa hárinu og hársvörðinum hámarks næringu. Hann inniheldur Aminó sýrur, olíur og góða rakagjafa. Hann endurbyggir hárið, endurheimtar ljómann og vinnur á þurrkuðu, þroskuðu og skemmdu hári. Þessi lína heillar mig ótrúlega mikið en ég hef einmitt notað Young.Again olíuna talsvert mikið, sjampóið úr línunni er strax komið á óskalistann.
Ég gæti haldið endalaust áfram og það eru svo margar vörur sem ég er sár yfir að vera ekki að nefna en það er kannski tilvalið að taka þær í næsta bloggi.
