
Færslan er unnin í samstarfi við Clarins á Íslandi
Mér finnst fátt betra en að taka mér góðann tíma inn á baði eftir sturtu og dekra við líkamann, andlitið og sálina. Maður fer einhvern veginn svo yfirvegaður að sofa og vaknar svo ferskur.
Það hefur verið strangur siður hjá mér að setja á mig líkamsolíu strax á eftir sturtu. Ég nota orðið meira líkamsolíu eftir sturtu í stað líkamskrem, kremin hef ég aðalega verið að nota á þrjóska þurrkubletti.
Mér finnst líkamsolíurnar vinna betur á þurri húð og mýkja hana almennt betur.
Ég hef notað tvær olíur í mjög langan tíma sem mig langaði að deila með ykkur.
Olíurnar eru frá Clarins og til eru þrjár talsins, Tonic, Relax og Contour – ég hef ekki prófað enn Relax en hún er klárlega næst á óskalistanum.
Tonic olíuna hef ég notað hvað mest enda er hún vinsælust af þeim þrem.
TONIC BODY TREATMENT OIL

Olían er elskuð af verðandi mæðrum en þessi olía er ein af þeim vörum sem ætti að vera fylgihlutur hinnar ófrísku konu. Ég veit ekki hvað ég fór í gegnum margar flöskur af þessari olíu á minni meðgöngu. Olían er 100% úr plöntum og plöntu þykkni, Rósmarín, Geranium og Minntu meðal annars. TONIC er bundin þeim eiginleikum að þetta húðina vel, mýkja hana og beyta teygjanleika hennar en það er ástæðan fyrir því hún sé svo frábær á meðgöngu. Einnig er sagt að olían sé dásamleg að minnka roða á slitum og gera þau ljósari á skömmum tíma. (ég hef ekki mikið af nýjum slitum til að taka eftir muninum en miðað við fjölda þeirra sem ég hef heyrt nefna þetta hef ég fulla trú á því).
Ég nota olíuna alltaf eftir sturtu á rakann líkamann en þá nær olían að draga sig betur inn í húðina.
Hún hentar öllum húðgerðum og hentar einnig vel eftir meðgöngu, ég er að minnsta kosti enn að nota hana, ári síðar og elska hana jafn mikið.
CONTOUR BODY TREATMENT

Contour olían er eins og TONIC, 100% úr plöntum og plöntuþykkni, hún ber meðal annars hazelhnetur, Omega-9 og Vítamín E en saman læsa þau inni öllum raka. Contour olían er einstök af því leiti að hún nær að losa sig við eiturefni úr líkamanum, allri vökvasöfnun og bjúg. Ég nota þessa olíu mikið og sérstaklega eftir æfingu. Mér finnst svo gott að nota hana á lappirnar eftir langan dag í lokuðum skóm en maður getur orðið frekar þrútin og þreyttur við slíkar aðstæður. Olían dregur vel úr þrotanum og leysir upp allan bjúg.
Hana á einnig að bera á raka húð og allar húðtegundir geta notað olíuna. Ég mæli með svo mikið með.
