MAÍ: MÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR (Skincare og Makeup)

Mikið sem þessi mánuður var fljótur að líða !
Komið aftur að þessum mánaðarfærslum og vinsælustu færslunum á blogginu hjá mér (fyrir utan Tax Free)
Ég hef verið að prófa ótal vörur, vörur sem eru komnar með mikla reynslu og aðrar sem ég er enn að prófa mig áfram með

MAKEUP

DIOR MONO COULEUR COUTURE EYESHADOW #658

Nýjir litir bættust við augnskuggasafn Dior um daginn og ég fékk að velja mér 3 gullfallega augnskugga. Þessi litur hefur verið mest notaður hjá mér en hann er fullkominn everyday shadow. Elska að nota hann með léttum bursta á daginn fyrir vinnuna. Það er hægt að leika sé rmikið með þennan lit.
Dior er á 20% afslætti í Hagkaup Smáralind og Hagkaup Akureyri til 9.júní

ESTEE LAUDER FUTURIST HYDRA RESCUE FOUNDATION

Þessi farði er nú ekki nýjung en hann er nýr fyrir mér. Ég datta aldrei á hæpið þegar það skapaðist í kringum þennan farða en ég skil vel núna að allir voru að missa sig yfir honum. Hann er dásamlegur. Léttur með mikla þekju líkt og Double Wear farðinn góði nema þessi er mun léttari og hentar fullkomlega dags daglega. Hann endist ótrúlega vel og áferðin af honum er gull falleg.

MAC STROBE CREAM GOLDLITE

Ég hef gripið mikið í þessa elsku aftur en ég notaði Strobe Cream mikið fyrir mörgum árum. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er þetta ljóma/krem/farðagrunnur. Formúlan er mjög kremkennd og inniheldur ótrúlega fallegan ljóma. Ég nota þetta sem farðagrunn á allt andlitið og til eru nokkrir litir ásamt “Orginal” Strobe Cream. Ég keypti mér Goldlite fyrir fáeinum vikum og hef notað það nánast á hverjum degi síðan. Goldlite liturinn hentar ótrúlega vel mínum húðtón en ég er með gulan undirtón, farðinn verður fallegri og húðin virkar svo heilbrigð og ljómandi.

FENTY MATCH STIX MATTE CONTOUR SKINSTICK

Ég hafði heyrt mikið um Fenty vörurnar og var orðin forvitin að prófa svo ég pantaði mér nokkrar vörur og meðal annars contour stickið. Ég valdi litinn Amber sem er kaldur og fullkomlega ljós fyrir minn húðlit. Það er mjög auðvelt að nota vöruna en mér finnst best að bera hana beint á andlitið og bæta við með bursta ef ég þarf. Þessi vara gefur fullkomnna kalda skyggingu, hef notað mjög mikið.

DIOR ADDICT LIP GLOW

Dior endurbætti formúluna á Lip Glow ekki fyrir svo löngu og nýjir litir bættust við. Ég er alltaf með einn lit í veskinu mínu en það sem ég elska við þessa vöru er að hana er hægt að nota á svo fjölbreyttan hátt. Þú getur notað Lip glow eitt og sér eða undir aðra varaliti til að fá aukna næringu eða poppa aðeins upp varalitinn sjálfan. Formúlan er svo nærandi á vörunum og í raun er þetta meira varasalvi en varalitur.
Ég á orginal litinn sem er þessi hér á myndinni, hann er nánast glær á vörunum en litur 12 er minn uppáhalds. Léttur Mauve tónn.
Dior er á 20% afslætti í Hagkaup Smáralind og Hagkaup Akureyri til 9.júní

SKINCARE

ST TROPEZ ASHLEY GRAHAM

Ég beið mjög lengi eftir þessari vöru en ég hafði séð hana koma í erlendar búðir og var mikið búin að lesa mér til um hana áður en hún lenti á klakanum. Froðan er sú ein allra besta sem ég hef prófað frá St.Tropez !! Versta er að hún kemur aðeins í takmörkuðu magni. Froðan er almennt þéttari en aðrar froður, mér finnst betra að bera hana á og ég sver það hún er líka mýkri. Hún inniheldur hyaluronic sýru sem gefur húðinni góðann raka og hún fer einnig mun jafnara af húðinni en aðrar brúnkuvörur sem ég nota. hanskinn er einstaklega mjúkur og þæginlegur en liturinn á brúnkunni býr til svo fallegan lit, lit eins og þú sért búin að liggja á ströndinni í nokkra daga.
St.Tropez er á 20% afslætti í Hagkaup til 9.júní

JAN MARINI BIOGLYCOLIC FACE CLEANSER

Ég fékk fyrst lúxusprufu af þessum andlitshreinsi en ég gat ekki hætt að hugsa um hann þegar ég kláraði hana svo ég varð að eignast fulla stærð af honum líka. Hreinsirinn inniheldur kraftmikla glycolic sýru sem hreinsar dauðar húðfrumur og jafnar yfirborð húðarinnar. Ég nota hann öll kvöld þegar ég nota ekki retinól vörur en hann er mjög áhrifaríkur. Í fyrstu finnur maður aðeins létta stingi í andlitinu en það eru sýrurnar og það er eðlileg tilfinning. Ég hlakka alltaf til að hreinsa á mér andlitið þegar ég veit að ég kem til með að nota þennan hreinsi.
Hreinsirinn er til vefverslun HUDIN.IS

Held mér sé alveg óhætt að segja að þetta sé mín mest notaða vara frá Clarins. Ég notaði skrilljón flöskur af þessari líkamsolíu á meðgöngunni og ég nota hana enn daglega eftir sturtu. Þessi olía hefur svo þéttandi áhrif á húðina, sagt er að hún hafi góð áhrif á slit. Olían er 100% lífræn
Það er 20% afsláttur af Clarins í Lyf og Heilsu Kringlu til 6.júní

DIOR CAPTURE TOTALE SUPER POTENT EYE SEURM

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgja mér á Instagram um hve mikið ég elska þetta augnkrem. Þetta augnserum er einstaklega sérstakt þar sem ásetjarinn er sérstaklega hannaður fyrir Dior en Dior á einkaleyfi af honum. Hann helst íííískaldur og honum er nuddað létt í kringum augnsvæðið, alveg upp að augabrún. Hann dregur vel úr þrota og eykur blóðflæði. Formúlan í augnseruminu er mjög létt og fer hrat inn í húðina svo ég elska að nota það á morgnana. Kremið gefur aukna birtu á augnsvæðið og dregur úr fínum línum.
Dior er á 20% afslætti í Hagkaup Smáralind og Hagkaup Akureyri til 9.júní