Það elska allir fallegt glow..

Ég fæ aldrei nóg af fallegum ljómavörum, ég farða mig nánast aldrei nema nota einhverja ljómavöru. Þessa dagana hef ég minnkað töluvert allar púður ljóma en verið mest að nota kremkenndar vörur, ég á mínar nokkrar uppáhald sem ég gríp orðið alltaf í, svona klassískar vörur. Einnig hef ég verið að prófa nýjar vörur síðustu vikur sem mig langaði að deila með ykkur en þær hafa verið mikið notaðar og verða það eflaust áfram.

MAC STROBE CREME

Ég notaði þessa vöru mikið fyrir nokkrum árum en hvíldi hana svo í einhvern tíma, greip hana fyrir tilviljun, mundi þá hversu mikið ég elskaði hana og keypti mér nýjann lit. Ég prófaði núna Goldlite en hann er fullkominn fyrir mig og minn gultóna húð. Varan er frekar kremkennd og gefur góðann raka og fullkominn grunn á húðina en ég nota Strobe Cream á allt andlitið sem farðagrunn.
Fæst í Mac Smáralind og Mac Kringlu.

Chanel Les Beiges Healthy Glow Highlighting Fluid

Þessa vöru var ég búin að vera með á óskalistanum lengi og fékk svo loks að prófa fyrir nokkrum vikum. Ég varð strax svo hrifin en ljóminn er svo gullfallegur, blandast svo vel á húðina, yfir farðann en hann má líka nota einn og sér. Til eru tveir litir en ég er með litinn Pearly sem er ljósari og hentar mér fullkomlega. Þið sem þekkið mig vel vitið að ég hef notað lengi sömu ljóma vöruna en síðan ég fékk þennan hef ég eingöngu notað hann á þau svæði sem ég vil extra mikinn ljóma.
Fæst í Hagkaup

Vieve Skin Dew

Ég fylgst lengi með Jamie Genevieve á Youtube og var frekar spennt þegar hún gaf út sína förðunarlínu. Ég beið lengi eftir að sjá reviews um þessa vöru en þær voru ekkert nema góðar svo ég ákvað að slá til og prófa. Ég sé svo ekki eftir því en þetta er dásamleg ljóma vara. Ég nota aðeins á kinnbein, nef, enni og þau svæði sem ég vil extra ljóma (bringu líka og viðbein) En hún er frekar kremkennd en hefur samt þunna áferð svo það er auðvelt að blanda formúlunni við húðina og farðann. Mér finnst betra að nota hann undir farðann heldur en yfir en þessi vara er blindandi hún ljómar svo. Mjög fallega.
Hef keypt af Cult Beauty

Becca Glow Glaze Stick

Ég er mjög svo sorgmædd að Becca skuli vera að hætta en þetta er einn af mínum Go 2 ljóma vörum. Ég er alltaf með hann með mér, ég nota hann alltaf þegar ég vil vera frekar náttúrulega en samt extra. Hann er svo þægilegur, auðveldur í notkun og hefur fallegan en léttan ljóma. Mjög auðvelt að nota yfir farða.
Fæst í Hagkaup og Beautybox

Charlotte Tilbury Hollywood Flawless Filter

Þetta er vara sem ég mun alltaf koma til með að eiga. Ég hef notað hana held ég lengst en hún endist mjög vel. Þetta er hin fullkomna ljóma vara fyrir alla, líka byrjendur. Svo einföld og þæginleg í notkun með akkurat fullkomnum ljóma sem hæfir öllum enda til í mörgum litum.
Má nota eitt og sér, yfir farða, undir á allann líkamann.
Ég hef keypt af Cult Beauty