Mínar mest notuðu brúnkuvörur

Færslan er skrifuð í samstarfi við St. Tropez á Íslandi

Ég er mikill brúnkufíkill og líður alltaf best þegar ég hef einhverja brúnku á mér. Ég þakka fyrir hve flott úrvalið er orðið af brúnkuvörum en það er ekki svo langt síðan eingöngu voru til ljótir brúnkuklútar sem gerðu mann appelsínugulann og skítugan í andlitinu.
Ég elska að prófa nýjar brúnkuvörur en það eru alltaf nokkrar vörur sem ég gríp oftast í og langar mig að deila þeim með ykkur.

St. Tropez Tan Remover

Mér finnst nauðsynlegt að þrífa gamla brúnku áður en ég set nýja til að hlaða ekki brúnku ofan á brúnku. Brúnkan verður alltaf fallegri á “hvítu canvazi” Tan Removerinn er borin á þurra húðina og leyft að liggja á í um 3-5 mínútur. Mér finnst best að nota skrúbb hanska í sturtunni og skrúbba burt dauðar húðfrumur og gamla litinn burt en formúlan eyðir upp brúnkunni sem er orðin þá nokkurra daga gömul.

St. Tropez Express

Þetta er mín mest notaða brúnka, kaupa hana aftur og aftur. Froðan er svokölluð Express sem þýðir að hún þornar hratt og liturinn kemur hraðar fram en á öðrum froðum. Mér finnst liturinn er alltaf fullkominn, ekki of ljós en ekki of dökkur. Ég set alltaf gott body lotion undir froðuna til að fá extra raka og fallegri áferð.

St. Tropez Self Tan Purity Vitamins

Ég elska þessa vöru og hún er mjög mikið notuð hjá mér. Þetta er í raun serum og brúnka í einni vöru. Formúlan er gelkennd og dregur sig hratt inn í húðina. Ég set þessa vöru alltaf á undan rakakremi og vakna með fallega brúnku í andlitinu.

St Tropez Self Tan Ashley Graham

Þessi froða kom ekki fyrir svo löngu síðan en aðeins í takmörkuðu upplagi. Ég tími varla að nota hana af ótta yfir því að klára hana. Hún er ein besta brúnkufroða sem ég hef nokkuð tímann prófað. Áferðinn, liturinn og formúlan er allt svo fullkomið !
Liturinn er einstaklega fallegur en svona ljóma, bronz áferð einhvern veginn. Formúlan er einnig full af hýalúronic sýru sem nærir húðina mjög vel meðan brúnkann er á húðinni.