Chanel N°5

Færslan er unnin í samstarfi við Chanel á Íslandi

Það hefur komið fram nokkrum sinnum bæði hér á blogginu og Instagraminu að ég elska ilmvötn, elska allt við þau og sérstaklega sögurnar bakvið ilminn, glasið, innblásturinn… í raun bara allt. Ég er alæta á ilmvötn og get notað ótrúlega marga ólíka ilmi, það er fátt sem mér líkar ekki við.
En maður er víst ekki alvöru ilmvatnsfíkill nema maður eigi Chanel N°5 – ég fékk svo sannarlega að bætast við í þann klúbb fyrir rúmum mánuði þegar ég eignaðist minn fyrsta N°5 ilm frá Chanel (takið eftir því þegar ég segij þann fyrsta, því ég hef það á tilfinningunni að ég muni eiga fleiri glös eftir þessu glasi.

Sagan bakvið ilminn er svo skemmtileg og mig langaði að deila henni aðeins með ykkur en með ilminum byrjaði í raun ferill Gabrielle “Coco” Chanel, árið 1921. Chanel var nú þegar orðin þekkt í tískuheiminum í París en við tók ilmvötn. Ilmurinn var hannaður með Ernst Beaux en hann er einstaklega hæfileikaríkur ilmvatnsframleiðandi. Chanel hafði hjátrú fyrir tölunni 5 en þaðan kemur nafnið af ilminum. Sögur seinna einnig að nafnið hafi orðið til þegar Gabrielle Chanel valdi fimmta ilminn sem Ernst sýndi henni.
Ilmurinn er guðdómleg blanda af jasmín og öðrum blóma nótum. Hann kom fyrst á markaðinn 5.maí 1921 og varð síðan mest selda ilmvatn í heiminum. Karlanir voru óðir í ilminn og keyptu það gjarnan sem gjöf til konunnar.

Chanel N°5 átti því 100 ára afmæli núna í maí og ilmurinn er enn í blússandi sölu !

Ég eignaðist einnig “Hair Mist” af ilminum sem er stór hættulegt fyrir fíkla eins og mig. Ég úða því yfir mig alla reglulega yfir daginn en lyktin er bara svo ótrúlega góð og ég elska hvernig ilmurinn festist í hárinu.