JÚNÍ: MÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR (Makeup)

Ég átti alls ekki erfitt með að velja mínar uppáhalds vörur í júní en þetta eru allt vörur sem ég hef notað mjög mikið í gegnum mánuðinn. Sumar fékk ég að gjöf um miðjan mánuð meðan aðrar hef ég notað mun lengur en allt eru þetta vörur sem ég mun koma til með halda áfram að nota.

MAKEUP

NAILBERRY – ROMANCE

Mér finnst myndin ekki sýna litinn alveg í sínu rétta ljósi en hann er aðeins ljósari og bleikari. En Romance er einn af mínum uppáhalds litum, hann er látlaus en fallegur. Mér finnst hann svo kjút við allt saman,. Þetta er liturinn sem ég er farin að grípa oftast í þegar ég er með mikinn valkvíða.

CHANEL LES BEIGES HEALYHY GLOW HIGHLIGHTING FLUID

Þennan highlighter hef ég talað um áður en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann hentar fullkomlega vel með öllum förðum, en það er hægt að nota hann einn og sér líka. Ég hef prófað að blanda nokkrum dropum við rakakremið mitt en útkoman var svo falleg. Húðin varð svo fallega ljómandi og ég setti léttan farða yfir, hún virkaði mjög heilbrigð og falleg.

DIORSHOW KABUKI BROW STYLER

Ég var gríðarlega spennt þegar ég sá þennan augabrúnablýant fyrst en aðalega út af burstanum á öðrum endanum. Ég hef aldrei notað bursta af þessu tagi með augabrúnunum mínum. Blýanturinn er skáskorinn og formúlan er mjög mjúk svo það er auðvelt að bera litinn í hárin á brúnunum. Ég bý alltaf línu undir brúnina til að móta augabrúnina og nota svo burstann til að greiða litnum frá línunni í öll hárin. Þessi bursti gerir það svo vel en hann greiðir litinn vel í öll hárinn án þess að draga litinn burt. Ég er farin að hafa litinn alltaf með mér meðferðis til að fríska upp á brúnirnar yfir daginn.

KEVIN.MURPHY BODY.BUILDER

Sú allra besta volume froða sem ég hef prófað! Body.Builder spreyja ég rótina strax á eftir hárþvott og blæs hárið. Froðan býr til mikla fyllingu í hárin en hún fitar það ekki né þyngir það. Ég er með mikið og þungt hár og hef tekið eftir hve margar hárvörur eiga það til að þyngja á mér hárið. Ég vil hafa mikið volume í rótinni svo það hentar mér mjög vel að Body.Builder sé þyngdaralaus formúla, en líka þar sem formúlan fitar ekki hárið er engin þörf að hafa áhyggjur að notað sé of mikið af vörunni.