Sólarvörnin er mikilvægasti fylgihluturinn

Færslan er skrifuð í samstarfi við Mádara á Íslandi

Það er mjög algengt að við förum að sjá auknar auglýsingar um sólarvörn þegar líða fer að sumrinu en í raun eigum við auðvitað að nota sólarvörn allt árið um kring, alla daga, sama hvernig viðrar úti.
Það hefur verið mikil umræða í loftinu um sólarvarnir og skaðsemi sólargeisla sem ber að fagna vel – svo virðist einnig vera að ótal margir hafa tekið þessar umræður til sín og farið að nota sólarvörn daglega.

Ég er mjög smámunasöm á sólarvarnir og á í raun fáar, en fáar sem ég virkilega elska og hafa hentað mér mjög vel.
Í maí fékk ég að gjöf sólarvörn frá Mádara og var mjög spennt þar sem Mádara vörurnar hafa alltaf átt vel við mig.

Sólarvörnin heitir PLANT STEM CELL ANTIOXIDANT SUNSCREEN SPF – vörnin er fyrir bæði líkama og andlit.
Formúlan er rík af andoxunarefnum en andoxunarefni vinna svo vel með sólarvörninni til að berjast gegn sindurefnum í umhverfinu. Hindberja olía og E vítamín vinna saman að því að auka áhrif andoxunarefnanna í formúlunni. Áferðin ekki of þunn en ekki of þykk en hún gefur húðinni líka mjög góðann raka. Vörnin er breiðvirk sem þýðir að hún verndar húðina gegn bæði UVA og UVB geislum.
Munið að bera alltaf á reglulega á húðina aftur yfir daginn.

Vörnin sem ég fékk að gjöf er litlaus sem hentar mér fínt þar sem ég er oftast nær með farða yfir. Hinsvegar fékk ég að lúxusprufu af sömu vörn en með lit, lit sem er ótrúlega fallegur á húðinni og gerir mann mjög ferskann þegar notað er eitt og sér.

Finnur sólarvörnina meðal annars í Heilsuhúsinu, Lyfju og Beautybox