
Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að ég er mikill ilmvatnsfíkill, ég elska ilmvötn og ég á mjööög mörg af þeim, en ég er sjaldan með sama ilmvatnið marga daga í röð. Ég er nánast alæta á ilmvötn og get notað mjög svo fjölbreytta ilmi en ég á samt ákveðnar nótur og blöndur sem eru mínar allar uppáhalds. Ég heillast mset af frekar þungum og sexy tónum en suma daga er ég í allt öðru skapi og vil bjarta og sumarlega ilmi.
Ég á nokkur ilmvötn sem ég gríp mest í og gæti ekki hugsað mér að vera án en mér datt í hug að deila þeim með ykkur.

Riddle er ekki þessi týpíski ilmur en þetta er ilmolía sem kemur í roll-on formi. Glasið er fremur lítið svo það er auðvelt að taka það með en það endist svoooo vel og lengi. Til eru nokkrir ólíkir ilmir af Riddle en þeir eru allir guðdómlegir og ég á mér 3 í miklu uppáhaldi en Santal er þó í efsta sæti. Hann er kryddaður og með miklum viðartón. Djúpur og sexý en ég fæ ekki nóg af þessum ilm. Ég á bodysprey, bodyolíuna líka en mig vantar bara kertið og þá er ég góð ! Það geta allir fundið sér ilmi frá Riddle þar sem þeir eru margir svo ólíkir en skemmtilegir.
Riddle inniheldur Cardamom, Amber, Sandalwood, Orchid og Cassis.
Þú færð Riddle hjá Nola

Þessi flotti ilmur er frekar djúpur, blómalegur með nótur af amber en ég heillaðist af honum um leið ! Ég elska líka glasið en það mun fá að vera sem skraut þegar ég hef klárað ilminn. Ég nota þennan ilm mikið spari (hreinlega því ég tími ekki að klára hann)
Hann hefur Bergamot, Lemon meðal annars og Jasmín, Orange Blossom og Patchouli. Ég hef aðeins smakkað aðra ilmi fra Good Girl en þeir eru allir svo góðir.

Scandal ilmirnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og er So Scandal í sérstaklega miklu uppáhaldi. Þeir eru frekari sterkir svo little goes a long way með þennan en ég fæ alltaf spurningar hvaða ilm ég er með þegar ég nota þennan. Hann er frekar blóma og ávaxtalegur en ilmur sem birtir upp allt herbergið en ilmurinn inniheldur blöndu af hvítum blómum. Sterkur og kvenlegur !

Ég get ekki skrifað þessa færslu nema nefna aðal ilminn en síðan ég fékk N°5 þá hef ég verið húkkt. Þessi kvenlegi og sögulegi ilmur hentar öllum konum á öllum aldri en hann mun betri en bjóst við. Þegar hann hefur fengið að liggja vel á húðinni er hann svo mildur en samt pínu kryddaður. Ég skrifaði um ilminn og söguna hans hér

MON GUERLAIN INTENSE
Ef þú hefur ekki nú þegar prófað Mon Guerlain ilmina þá mæli ég með að gera það í næstu ilmvatnsferð. Ilmirnir eru nokkrir en þeir eiga allir það sameiginlegt að vera kvenlegir. Þeir innihalda allir sömu lykilnóturnar en ein ákveðin nóta einkennir síðan hvern ilm. Guerlain Intense er minn uppáhalds. Hann er þyngri en aðrir Mon Guerlain ilmir en hans einkennis nóta er Patchoulli. Ilmurinn minnir mig á sterka og óhrædda konu en engin önnur en Angelina Jolie er andlit ilmanna.
